mandag, december 23, 2024

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

„Á allan hátt ömurleg ákvörðun sem við stöndum frammi fyrir“

„Við ákváðum held­ur að borga vexti leng­ur af lóðinni enda væri það betri ákvörðun en að fara af stað,“ seg­ir Pálm­ar Harðarson, framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Þingvangs, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Á forsíðu blaðsins er greint frá því að Þingvangur hafi ákveðið að fresta uppbyggingu 140 íbúða í Hafnarfirði vegna gríðarlegs vaxtakostnaðar. Býðst fyrirtækinu nú allt að 14 prósenta vextir.

Pálmar segir að fyrirtækið sé með lóð í Hjallahrauni undir 380 íbúðir og er komið graftarleyfi fyrir fyrsta áfanga, 140 íbúðir. Fyrirtækið ákvað fyrir hálfu ári að setja verkefnið á ís en íbúðirnar hefðu komið á markað í byrjun árs 2026 ef upphaflegri áætlun hefði verið fylgt.

„Því er jafn­vel spáð að vext­ir muni ekki lækka fyrr en um þar næstu ára­mót. Það er versta hugs­an­lega út­kom­an fyr­ir Þingvang. Fyr­ir­tækið hef­ur að jafnaði byggt og af­hent um 200 íbúðir á ári en vegna þessa mun þeim fækka í ör­fá­ar íbúðir á næsta ári,“ segir Pálmar við Morgunblaðið og bætir við:

Click here to preview your posts with PRO themes ››

„Þannig að fyr­ir­tækið er fjarri því að full­nýta fram­leiðslu­getu sína. Fyr­ir vikið verður minna fram­boð af nýj­um íbúðum á markaði. Þetta er því á all­an hátt öm­ur­leg ákvörðun sem við stönd­um frammi fyr­ir. Við miss­um að óbreyttu mann­skap nema á móti komi verk­efni í verktöku.“

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir

Populære artikler