onsdag, april 30, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

„Á góðri íslensku heitir þetta skítaveður“

Gul viðvörun tekur gildi í öllum landshlutum næstkomandi föstudag en þá er gert ráð fyrir sunnanstormi, úrhellisrigningu og asahláku. „Á góðri íslensku þá heitir þetta skítaveður,“ segir í færslu lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem vegfarendur eru varaðir við.

En áður en vonskuveðrið skellur á næstkomandi föstudag eiga íbúar á vesturhelmingi landsins von á hríðarveðri. Þannig eru gular viðvaranir í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði á morgun sem og á Miðhálendinu.

Búast má við suðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu, skafrenningi og lélegu skyggni á fjallvegum, til dæmis á Hellis- og Mosfellsheiði. Einnig má búast við talsverðri hálku og varasömu ferðaveðri. Taka þessar viðvaranir gildi um klukkan 10 í fyrramálið og gilda fram undir kvöld.

Á föstudagskvöld, eða frá klukkan 18, er svo von á „skítaveðri“ og er búist við því að það endist alla helgina og í öllum landshlutum. Á vef Veðurstofunnar segir einfaldlega:

„Veðurspár gera ráð fyrir lægðagangi, með hvössum sunnanáttum, stormi eða roki og úrhellisrigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Spáð er asahláku víða um land, miklu álagi á fráveitukerfi og fólk því hvatt til að hreinsa vel niðurföll og skurði til að forðast vatnstjón. Einnig má búast við hálku á vegum og eru ökumenn hvattir til að aka mjög varlega, einkum ef ökutækin eru viðkvæm fyrir vindum.“

Hægt er að kynna sér veðurspárnar betur á vef Veðurstofu Íslands.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Populære artikler