lørdag, marts 15, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Banalys er maður féll í Tungufljót

Banaslys varð í dag, þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. Frá þessu greinir í tilkynnningu frá Lögreglunni á Suðurlandi.

Straumvatnsbjörgunarmenn náðu manninum upp úr Tungufljóti og voru strax hafnar endurlífgunartilraunir á honum, en þær báru ekki árangur.

Í tilkynningunni segir að aðstæður á vettvangi hafi verið krefjandi, rigning og mikið vatnsmagn í ánni.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir ennfremur.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Populære artikler