Helga Sigrún Harðardóttir tjáir sig um leikskólamál í Kópavogi í aðsendri grein á Vísir.is. Það gerir hún út frá þörfum drengsins Kára, sem er barnabarn hennar. Kári er orðinn tveggja ára en er enn ekki kominn með pláss í leikskóla þó að yfirstjórn Kópavogsbæjar haldi því fram að öll börn, 16 mánaða og eldri, hafi gengið pláss. Helga skrifar:
„Til allrar óhamingju hefur Kári ekki enn fengið pláss á leikskóla í Kópavogi þó yfirstjórn bæjarins haldi því fram að öll börn 16 mánaða og eldri hafi nú þegar fengið pláss. Jafnvel þó innritunarfulltrúi bæjarins hafi gefið loforð um dagvistun í mars þá hafa endurtekin símtöl ekki skilað neinu nema bulli. Slegið er í og úr. Eitt í dag og annað á morgun. Ég er farin að halda að gæðastjórnunarkerfi bæjarins sé óvirkt. Síðasta samtal við fulltrúann endaði á þeim orðum að foreldrarnir gætu haft samband eftir sumarfrí í ágúst til að athuga hvort fundist hefur pláss fyrir barnið en það standi svo til að opna nýjan leikskóla í allt öðru hverfi í Kópavogi upphafi árs 2025. Við sem þekkjum regluna um tafir í opinberum framkvæmdum vitum hver raunveruleikinn verður. Ekki verður annað ráðið af þessum svörum að það þyki viðunandi lausn í Kópavogi að börn séu að verða þriggja ára eða komin á fjórða ár þegar þau loks fá pláss í leikskóla.“
Helga segir fulltrúa meirihlutans stæra sig af nýrri stefnu í leikskólamálum sem reynist síðan tálsýn þegar á reynir. Hún sakar meirihlutann um lygar:
Click here to preview your posts with PRO themes ››
„Nú er beinlínis logið til um árangurinn í Kópavogi. Rúmlega tveggja ára Kári, systkin hans fjögur og foreldrar hafa, þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar, ekkert fast í hendi um að hann fái inni í leikskóla næsta vetur sem er forsenda þess að framfæra þessa fjölskyldu. Það er hin raunverulega birtingarmynd af leikskólamálum í Kópavogi.“
Greinina má lesa hér.