Karlmaður ætlaði að kaupa sér klassíska íslenska súkkulaðið Rommý frá Freyju í Krambúðinni í Hólmavík en brá heldur í brún þegar hann sá verðið.
Hann vakti athygli á verðlagningunni í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi, en í hópnum eru tæplega 26 þúsund meðlimir.
„Krambúðin í Hólmavík verðleggur Rommý á 389 krónur. Það kostar undir 200 krónum víðast hvar annarsstaðar. Ég er yfir mig hneykslaður,“ skrifaði maðurinn með færslunni og deildi mynd frá búðarferðinni, sem hann gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta.
Mynd/Facebook
Tugir manna hafa skrifað við færsluna og eru flestir sammála um að þetta sé „okur.“
Sumir benda á hversu ósanngjarnt þetta sé fyrir íbúa Hólmavíkur sem eiga engra kosta völ, meðan íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta farið í þá verslun sem er með hagstæðasta verðið að hverju sinni.
Click here to preview your posts with PRO themes ››
„Lenti i því að slæðast inn i Krambúðina á Seyðisfirði og fékk létt áfall, ekki að ég kannski ætti ekki fyrir einhverju drasli sem þar var EN fólkið sem á ekki séns á að fara annað til að versla,“ segir einn meðlimur.
Ein segir þetta ekki eiga við allar verslanir úti á landi.
„Sá kassa af kók í dós á 3499 krónur í [Krambúðinni] í Hólmavík enn 1999 krónur í Hamraborg á [Ísafirði],“ sagði hún.