mandag, december 23, 2024

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur hefur verið kveðinn upp yfir Sýrlendingnum Mohamad Kouraini í Héraðsdómi Reykjaness. Kouraini var ákærður fyrir manndrápstilraun og lífshættulega hnístunguárás á tvo menn í versluninni OK Market í marsmánuði síðastliðnum og fleiri ofbeldisbrot. Hann er margdæmdur ofbeldismaður og hefur stundað að ofsækja og áreita í sífellu einstaklinga sem hann fær á heilann, meðal annars Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara.

Mál Kourainis hefur vakið umræðu um útlendingalög en hann nýtur alþjóðlegrar verndar hér á landi. Ekkert í lögum heimilar að honum verði vísað úr landi vegna afbrota sinna en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað lagabreytingu í þá veru með haustinu.

Sjá einnig: Kona varð að ganga með neyðarhnapp árum saman vegna ofsókna Kourani – „Varð óvinnufær með öllu“

Við þingsetningu málsins gegn Kourani í Héraðsdómi Reykjaness hótaði hann dómara, lögreglumönnum, eigin lögmanni, túlki og fleira starfsfólki dómsins lífláti. Við aðalmeðferð málsins hafði hann í hótunum við blaðamann DV sem leiddi til þess að dómari setti ofan í við hann.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Sjá einnig: Réttarhöld yfir Mohamad Kourani – Reyndi að svipta mann lífi í OK Market – „Ég gerði ekki neitt“

Það var Jónas Jóhannsson héraðsdómari sem kvað upp dóminn yfir Kourani. Nokkrir blaðamenn og ljósmyndarar voru viðstaddir. En sakborningurinn sjálfur mætti ekki fyrir dóm.

Jónas dæmdi Kourani í 8 ára fangelsi og til greiðslu miskabóta til handa þolendum hans. 

Þarf hann að greiða einum þolanda 1,5 milljónir króna í  miskabætur og öðrum 750 þúsund krónur.

Populære artikler