søndag, december 22, 2024

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Fær Inga bara tvo ráðherra? „Hljómar óþægilega mikið eins og leikskipulag án markvarðar“

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins heldur í dag áfram að velta fyrir sér meirihlutaviðræðum Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Viðræðurnar hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur og kvaðst Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um helgina vera vongóð um að það dragi til tíðinda í vikunni.

Í staksteinum Morgunblaðsins í dag er hugsanlegri ráðherraskipan velt upp og hvernig flokkarnir komi til með að skipta með sér ráðherrastólum.

„Sára­lítið hef­ur spurst út af stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum, en þó hef­ur kvisast út að rætt sé um að ráðherra­skipt­ing­in verði 4-4-2, sem hljóm­ar óþægi­lega mikið eins og leik­skipu­lag án markv­arðar, sterk á könt­un­um en miðjan brot­hætt,“ segir staksteinahöfundur sem spyr þó hvort þetta sé rétt skipting miðað við fylgi flokkanna í kosningunum.

„Miðað við 21% fylgi Sam­fylk­ing­ar, 16% Viðreisn­ar og 14% Flokks fólks­ins væri eðli­leg skipt­ing 4-3-3. Enn frek­ar auðvitað ef Flokk­ur fólks­ins hef­ur þurft að semja frá sér velflest kosn­ingalof­orðin, líkt og hvískrað er um,“ segir hann.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Í pistli sínum segir höfundur að það virðist sjálfgefið að Kristrún Frostadóttir verði forsætisráðherra og Þorgerður Katrín geti valið hvort henni hugnist betur fjármálaráðuneyti eða utanríkisráðuneyti. Bendir hann á að í fjármálaráðuneytinu felist meiri völd en vegna ólgu í heiminum og stríðsógna – að ógleymdum Evrópumálunum – kunni hið síðarnefnda að skipta meira máli.

En hvað þá með Flokk fólksins?

„Sagt er í hinum flokk­un­um að í Flokki fólks­ins séu of marg­ir sér­vitr­ing­ar til að þar megi finna þrjá ráðherra. Það er gor­geir. Eng­inn ger­ir at­huga­semd­ir við Ingu Sæ­land þó hún sé óvenju­leg­ur stjórn­mála­maður og Viðreisn dett­ur ekki í hug að am­ast við Ölmu Möller þó þeim þyki eng­inn kost­ur verri í heil­brigðisráðuneytið. Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir er sjálfsagt ráðherra­efni og myndi Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son ekki binda sam­an vörn­ina? Inga ræður því,“ segir staksteinahöfundur að lokum.

Populære artikler