mandag, december 23, 2024

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Fíkniefnaverksmiðja í Gerplustræti

Á fimmtudaginn síðasta var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn þremur mönnum.

Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot með því að hafa haft í vörslu sinni, á heimili eins þeirra í Gerplustræti í Mosfellsbæ, 47 kannabisplöntur, tæplega 8 kg af maríhúana og tæpt kíló af kannabislaufum.

Eru mennirnir sagðir hafa um nokkurt skeið ræktað plönturnar en lögregla lagði hald á efnin við leit. Lögregla gerði húsleitina þann 23. júní árið 2021 en óvíst er hve lengi þessi ræktun mannanna hafði staðið yfir.

Héraðssaksóknari krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Yngsti sakborningurinn í málinu er 28 ára gamall. Hinir tveir eru á fertugsaldri.

Krafist er upptöku á fíkniefnunum og miklu magni af alls konar tækjum og hlutum til fíkniefnaræktunar sem fundust við húsleit.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Populære artikler