Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, gagnrýnir ummæli Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ráðherra, sem vöktu mikla athygli á dögunum. Sagði Þorsteinn að verkakona í frystihúsi þurfi að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir.
Sigurgeir birtir grein á Vísir.is þar sem hann gagnrýnir þessi orð Þorsteins og segir þau ekki sannleikanum samkvæm:
„En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera? Um það get ég upplýst Þorstein og þá sem hafa áhuga á að kynna sér sannleikann.
- Í fyrsta lagi verða vextir Vinnslustöðvarinnar á yfirstandandi ári af erlendum lánum (aðallega evrum) ríflega 8%.
- Í öðru lagi verða vextir erlendra lána (aðallega dollara) í fiskvinnslu í Eyjum sem ég þekki til um 11%.
- Í þriðja lagi verða vextir dótturfélags Vinnslustöðvarinnar í Portúgal af lánum þess í ár um 6%, en lánin eru öll í evrum.
- Í fjórða lagi eru óverðtryggðir vextir nákomins ættingja míns liðlega 8% af húsnæðisláni í íslenskum krónum.
Dæmi nú hver fyrir sig um sannleiksgildi orða Þorsteins Pálssonar. Þess ber að geta að erlend lán Vinnslustöðvarinnar og fiskvinnslunnar í Eyjum eru tekin hjá íslenskum bönkum.“
Sigurgeir bendir á að verkakonur í íslenskum frystihúsum séu frá Evrópu, einkum Portúgal og Póllandi. Þær vinni í Vestmannaeyjum vegna hárra launa, „með þeim hæstu sem þær eiga kost á innan evrópska efnahagssvæðisins.“
Click here to preview your posts with PRO themes ››
Segir Sigurgeir að erlenda verkafólkið sækist eftir þessum háu launum og þessa vegna sé það á Íslandi en ekki heima hjá sér að njóta lágra vaxta.
Grein Sigurgeirs má lesa hér.