mandag, december 23, 2024

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Spænsk kona að nafni Alba, sem dvaldi á Íslandi ásamt manni sínum Pau, greindi frá óvæntu góðverki Íslendinga þegar hún auglýsti eftir reiðhjóli til kaups. Sagði hún góðverk sem þetta ekki geta hafa gerst á Spáni.

Vefmiðillinn Huffington Post fjallaði um málið í vikunni en atvikið átti sér stað á síðasta ári.

„Þetta hefði ekki gerst á Spáni,“ sagði Alba sem heldur úti samfélagsmiðlum með ráðleggingum um hvernig eigi að ferðast ódýrt. Bæði TikTok og Instagram reikningum ásamt Pau. „Þetta kom mér á óvart en hefði kannski ekki átt að koma mér á óvart,“ sagði hún.

Eins og fyrr segir vantaði Ölbu reiðhjól og ákvað að auglýsa eftir því á samfélagsmiðlum.

„Í ár vorum við ekki með bíl þannig að það var erfitt að komast í búðina og í vinnuna sem var sex kílómetrum í burtu, það var frekar leiðinlegt,“ sagði Alba. „Svo við hugsuðum: Prófum að auglýsa á Facebook grúbbu og athuga hvort að einhver vilji selja okkur ódýr reiðhjól eða lána okkur í sumar. Á innan við einum sólarhring vorum við búin að fá tvö skilaboð.“

Ætti ekki að koma á óvart

Kom þessi gestrisni þeim gríðarlega á óvart. En þeim var sagt að þau mættu koma inn í garðinn þar sem hjólin voru og nota þau.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

„Það var ekki einu sinni að fólkið vildi hitta okkur til að afhenda þau. Nei nei, komið bara og náið í þau,“ sagði hún og skildi eftir þakkarmiða til eigendanna. „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt, bjuggu ekki einu sinni í sama bæ, við erum útlendingar og ég held að svona hefði aldrei gerst á Spáni. Þetta kom mér á óvart en ætti kannski ekki að koma mér á óvart því ef þú átt hjól sem þú ert ekki að nota er ábyggilega alveg eins gott að lána þau.“

Væri búið að stela þeim á Spáni

Í athugasemdum við færsluna tekur fólk undir með þeim. Það er Spánverjar sem taka undir þennan samanburð.

„Ef þetta hefði verið á Spáni þá væru ekki nein hjól til að lána því það væri búið að stela þeim fyrir löngu síðan,“ segir einn netverji.

Annar spyr hvort Alba og Pau hefðu skilað hjólunum aftur. Svarar hún því játandi, en þau hefðu fengið hjólin lánuð allt sumarið.

Populære artikler