Veðurstofa Íslands segir að dregið hafi nokkuð úr virkni eldgossins sem hófst á Sunhndúksgígaröðinni í gærkvöldi.
Virknin er nú að mestu bundin við norðurenda gossprungunnar sem opnaðist fyrst og á gossprungunni sem opnaðist í nótt norður af upphaflegu sprungunni.
„Skjálftavirknin minnkaði hratt upp úr klukkan 4 í nótt. Áfram mælist þó gliðnun norður af Stóra-Skógfelli. Það bendir til þess að gosið er ekki búið að ná jafnvægi,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.
Bent er á að gossprungan sem opnaðist norður af þeirri fyrstu virðist hafa lengst um tvo kílómetra á milli klukkan 4 og 8 í morgun.
„Hraunflæði í átt að Grindavíkurvegi hefur að mestu stöðvast og eins og staðan er núna eru engir innviðir í hættu,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar og tekið fram að ekkert í gögnum bendi til þess að virknin komi til með að færast í suður í átt að Grindavík.
Click here to preview your posts with PRO themes ››
„Samkvæmt vefmyndavélum virðist engin virkni vera suður af Stóra-Skógfelli. Verið er að rýna nýjustu gögn til að meta betur mögulega þróun atburðarásarinnar,“ segir Veðurstofa Íslands.