lørdag, marts 15, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Nýkjörin biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, hyggst ekki flytja inn í Biskupsgarð, glæsihýsi við Bergstaðastræti 75 í eigu Þjóðkirkjunnar, þar sem tíðkast hefur að biskup Íslands haldi heimili. Í frétt Morgunblaðsins um málið staðfestir Guðrún að hún ætli áfram að búa á heimili sínu í Grafarvogi.

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Um er að ræða glæsilegt hús í hjarta miðbæjarins. Mynd/Ernir

Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, verður því síðasti biskupinn sem heldur heimili sitt í Bergstaðastrætinu. Hún mun flytja út á næstunni og verður húsið sett á söluskrá í næsta mánuði. Fasteignamat hússins er tæplega 300 milljónir króna og er stærð þess rétt tæpir 500 fermetrar. Húsið er á besta stað í miðbænum og því má búast við að væn summa berist inn á reikninga Þjóðkirkjunnar á næstunni.

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún Karls Helgudóttir, nýkjörin biskup Íslands

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Agnes og forverar hennar í embætti hafa iðulega notað húsið undir ýmiskonar móttökur og viðburði, þegar svo ber undir, en í áðurnefndri frétt Morgunblaðsins segist Guðrún reikna með að þegar þörf verði á verði húsnæði tekið á leigu undir slíka viðburði.

Agnes bjó þó ekki frítt í húsnæðinu en frá árinu 2012 var ákveðið að rukka biskup um hóflega húsaleigu fyrir afnotin af húsinu. Í frétt Fréttablaðsins árið 2017 kom fram að húsaleiga Agnesar væri um 90 þúsund á mánuði, Ætla má að það hafi hækkað í takt við verðlagsþróun og er því í dag tæplega 130 þúsund krónur.

Populære artikler