fredag, marts 21, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið úr eldgosinu sem hófst á Sundhnúkagígsröðinni í gærkvöldi er komið vestur fyrir Svartsengi og fer bráðlega að renna inn á bílastæðið við Bláa lónið.

Þetta kemur fram í færslu á vef Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands en þar birtist myndin hér að neðan sem tekin er á bílastæði Bláa lónsins. Á henni má sjá að hraunjaðarinn er farinn að teygja sig býsna langt.

„Mikið framskrið hefur verið á hraunjaðrinum síðasta klukkutímann til vesturs. Hraunjaðarinn hefur verið að skríða stöðugt fram um nokkra metra á mínútu. Útlit er fyrir að það nái inn á bílastæðið á næsta hálftímanum,” segir í færslunni sem birtist klukkan 11:36.

„Þarna er hraunið komið um 4 km frá gossprungunni og jaðarinn virðist ekkert vera að hægja á sér. Myndarleg hrauná liggur beint til vesturs frá gossprungunni og færir hún mikið og stöðugt magn af hrauni að þessu svæði.”

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Populære artikler