fredag, marts 21, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Íbúar í Digranesi lýsa undarlegum atburðum

Fjölmargir íbúar í Digraneshverfi í Kópavogi hafa lent í því að finna nagla í hjólbörðum bifreiða sinna á undanförnum misserum. Vakin var athygli á þessu í Facebook-hópi íbúa í gær.

„Langar aðeins að forvitnast hvort fleiri í þessu hverfi séu að lenda í því sama og við, en á ca síðasta áratug höfum við örugglega þurft að fara með bílinn okkar á dekkjaverkstæði a.m.k einu sinni á ári þar sem hefur fundist nagli í hjólbarðanum, okkur þykir þetta undarleg tilviljun að hitta svona oft á það að keyra yfir nagla og erum farin að gruna einhvern um græsku og datt því í hug að grennslast fyrir í þessum hóp hvort einhver hefur svipaða sögu að segja,“ sagði málshefjandi umræðunnar, kona sem búsett er í hverfinu

Óhætt er að segja að margir íbúar kannist við að hafa fundið nagla í hjólbörðum bifreiða sinna. Hér að neðan má sjá brot af þeim svörum sem komu á umræðuþráðinn:

Click here to preview your posts with PRO themes ››

„Já búið að gerast x 2 á innan við 12 mánuðum en hef fram að því aldrei lent í því að keyra á nagla – tilviljun?“

„Nagli í dekki tekin úr í síðustu viku.“

„1x í sumar og 1x í fyrra.“

„Er nýbúinn að láta fjarlægja nagla/skrúfu úr dekki hjá mér.“

„2x núna á þessu ári.“

„Tvisvar nagli núna í sumar á sama bílnum. Mjög skrýtið. Í seinna skiptið fyrir rúmri viku var þetta mjög langur nagli sem var dreginn út úr dekkinu.“

Populære artikler