torsdag, december 26, 2024

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi varaþingmaður og starfsmaður Háskóla Íslands, segir Katrínu Kristínu Gunnarsdóttur, eiganda verslunarinnar Lumex við Skipholt, ljúga þegar hún segist aðeins í örfá skipti hafa lagt bifreið sinni fyrir ramp fyrir fatlaða sem staðsettur er fyrir framan Lumex. Inga Margrét, sem starfar í húsnæði við hliðina á Lumex, segir Katrínu hafa gert slíkt ítrekað á liðnu ári og verið með hortugheit og stæla þrátt fyrir tiltal og hótanir um að hegðunin yrði gerð opinber.

Fyrr í dag steig Auður Magndís Auðardóttir, lektor við Háskóla Íslands, fram á samfélagsmiðlum og sagði sig tilneydda til að benda á óboðlega framkomu Katrínar sem, að hennar sögn, hafi undanfarið ár gert það að leik sínum að leggja fyrir framan áðurnefndan ramp sem er fyrir fram verslun Lumex í Skipholtinu. Sagði Auður að hún teldi að illgirni lægi þar að baki og birti myndir af bílnum.

Katrín svaraði síðan fyrir sig með því að vísa þeim ásökunum alfarið á bug. Sagðist hún að aðeins í örfá skipti hafa lagt á umræddum stað og það hafi verið raunin í þeim tilvikum sem Auður birti myndir af.

Eins og áður segir þá vill Inga meina að það sé fjarri sannleikanum:

Click here to preview your posts with PRO themes ››

„Ég vinn í skrifstofuhúsnæði Háskóla Íslands við hliðina á Lumex ljósaverslun og hef lent í vandræðum vegna þess hvernig eigendur verslunarinnar haga sér.

Þegar fólk leggur þannig að það hindrar aðgengi mitt og annars fatlaðs fólks geri ég alltaf ráð fyrir hugsunarleysi og skilningsleysi. Það er samt alvarlegt. Ég hef hins vegar upplifað sjálf hortugheit eiganda Lumex ítrekað og það er algjörlega á kristaltæru að þetta er ekki einsdæmi né óvart. Það hafa margir reynt að ræða við þau — árum saman! Þeim var gert ljóst núna stuttu fyrir jól að ef þau hættu ekki að leggja fyrir rampinn þá yrði hringt í lögreglu og málið gert opinbert. Nú á að ljúga sig út úr þessu að þetta hafi gerst tvisvar en það eru þrjú tilvik bara núna í desember og ótal mörg á þessu ári. Ég vil þakka samstarfsfólki mínu í Háskóla Íslands fyrir að vera fyrirmyndar bandamenn fatlaðs fólks, en þau hafa tekið hitann og þungan af því að rífa kjaft, fá gangstéttabrúnina málaða gula og hneykslast yfir þessu. Alltof oft er maður einn í því og dásamlegt að upplifa að þetta sé ekki einkamál fatlaðs fólks,“ skrifaði Inga Margrét.

Populære artikler