tirsdag, juli 1, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Kristján: Íslendingar þurfa að taka sér tak – „Þetta fólk hverfur inn í myrkur og þögn“

„Við Íslend­ing­ar þurf­um að taka okk­ur tak,” segir Kristján Sverrisson, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í dag, 27. júní, er dagur daufblindu og varpar Kristján í tilefni dagsins ljósi á það sem betur má fara í þeim efnum hér á landi.

Í grein sinni bendir hann á að fólk með samþætta sjón- og heyrn­ar­skerðingu sé einn af þeim hóp­um sem eru hvað af­skipt­ast­ir og oft lítið tekið eft­ir. Þá sé löngu orðið tímabært að viðurkenna þessa fötl­un.

Kerfisbundin útilokun

„Þessi ósýni­leiki veld­ur kerf­is­bund­inni úti­lok­un sem mörg upp­lifa þegar þau krefjast rétt­inda sinna eða reyna að nálg­ast nauðsyn­lega þjón­ustu,“ segir Kristján en daufblinda er einstakt fötlunarform sem staf­ar af sam­settri skerðingu á sjón og heyrn. Bendir hann á að þessi fötlun hrjái 0,2% til 2% af íbú­um jarðar.

„Ein­stak­ling­ar með samþætta sjón- og heyrn­ar­skerðingu standa frammi fyr­ir veru­leg­um hindr­un­um í sam­skipt­um, hreyf­an­leika, mennt­un og aðgangi að upp­lýs­ing­um. Bæði meðfædda og þróaða sjón- og heyrn­ar­skerðingu þarf að viður­kenna á jafn­rétt­is­grund­velli, þar sem hvort tveggja krefst sér­hæfðs og aðlagaðs stuðnings,“ segir Kristján og bætir við að þetta feli meðal annars í sér aðgang að túlk­un fyr­ir sjón- og heyrn­ar­skerta ein­stak­linga, sér­tæka þjón­ustu, þjálfaða kennsluaðstoðar­menn og sér­fræðinga í mennt­un og umönn­un.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Íslendingar taki sér tak

„Þrátt fyr­ir þess­ar skýru þarf­ir er samþætt sjón- og heyrn­ar­skerðing nær ósýni­leg í um­fjöll­un á vett­vangi stjórn­mála, heil­brigðis- og fé­lags­mála, sem leiðir til töl­fræðilegs ósýni­leika, tak­markaðrar þjón­ustu og úti­lok­un­ar,“ segir hann og bætir við að Íslendingar þurfi að taka sér tak.

„Brýn nauðsyn er á rann­sókn­um á (raun­veru­legri) tíðni samþættr­ar sjón- og heyrn­ar­skerðing­ar hér á landi og sér­stak­lega þarf að huga að þeim stóra hópi aldraðra sem, vegna veru­legr­ar skerðing­ar á báðum skyn­fær­um, eru með van­greind­an vanda og hafa eng­an aðgang að úrræðum,“ segir hann.

Nefnir Kristján að ef litið sé á tölfræði, sem svo­kallaðar RAI-kann­an­ir á þjón­ustuþörf aldraðra á elli- og hjúkr­un­ar­heim­il­um skrá, komi í ljós að ótrú­lega stór hóp­ur inn­lagðra er með veru­lega mikla sjón- og heyrn­ar­skerðingu sem skerðir tjá­skipta­færni og fé­lags­lega þátt­töku.

Hverfa inn í myrkur og þögn

„Hluti þeirra er með hvort tveggja og myndu lík­lega falla und­ir grein­ingu um samþætta sjón- og heyrn­ar­skerðingu ef ein­hver væri að leita! Þetta fólk hverf­ur inn í myrk­ur og þögn og er svipt mikl­um lífs­gæðum á síðustu árum æv­inn­ar.“

Kristján segir að lokum að það sé von hans að yfirvöld heil­brigðis- og fötlunarmála taki á þess­um mál­um og verji fjár­mun­um og mannafla til að rann­saka stöðu fólks með samþætta sjón- og heyrn­ar­skerðingu hér á landi og vinni að átaki til bættr­ar þjón­ustu í framtíðinni.

Populære artikler