onsdag, marts 19, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Lögregla sögð hafa fundið um 1.500 smáskilaboð á milli Þorsteins og Jóhannesar

Tæknimenn á vegum héraðssaksóknara eru sagðir hafa fundið um 1.500 smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara á sínum tíma.

Frá þessu er greint í forsíðuumfjöllun Heimildarinnar í dag.

Í umfjölluninni er meðal annars vísað í orð sem Þorsteinn lét falla í yfirheyrslu hjá embætti héraðssaksóknara sumarið 2020. Þar sagðist hann ekkert hafa haft með manninn að gera og átti þar við Jóhannes. Er bent á að það rími ekki við uppgötvun rannsakenda hjá héraðssaksóknara á umræddum smáskilaboðum.

Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að tölva Jóhannesar hafi tekið öryggisafrit af símanum um það leyti sem hann lét af störfum hjá Samherja. Í þessum skilaboðum birtist önnur mynd af samskiptum hans við forstjóra og aðra starfsmenn Samherja en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lýst.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Bent er á það í umfjölluninni að Jóhannes hafi verið við störf í Namibíu á árunum 2011 til 2016 og skilaboðin sem tókst að endurheimta spanni meirihluta þess tíma.

Eru skilaboðin sögð varpa nýju ljósi á samskipti Jóhannesar og Þorsteins í tengslum við samband Samherja og namibískra ráðamanna. Sem kunnugt er bíða umræddir ráðamenn eftir dómi í Namibíu fyrir að þiggja háar greiðslur frá Samherja.

Nánar er fjallað um málið í Heimildinni í dag.

Populære artikler