Rúmenskur maður á fertugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 13. til 15. nóvember tekið við 9.180 evrum og 800 bandarískum dollurum í reiðufé frá óþekktum aðila, en honum mátti vera ljóst að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum.
Andvirði peninganna eru 1,5 milljónir í íslenskum krónum. Rúmeninn var með peningana á sér þegar hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 15. nóvember 2023, og var þá á leið til Búdapest í Ungverjalandi.
Maðurinn sótti ekki þinghaldið og ekki hafði tekist að finna hann áður til að birta honum ákæru. Var hann dæmdur að honum fjarstöddum.
Hann var fundinn sekur og dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dóminn má lesa hér.