lørdag, marts 15, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Morðið á Akureyri – Konan þurfti að þola hryllilegar misþyrmingar

Maður á sjötugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir morð á fimmtugri sambýliskonu sinni á Akureyri þann 22. apríl á þessu ári beitti konuna hræðilegum misþyrmingum, bæði í aðdraganda andláts konunnar og nokkrum mánuðum fyrr.

Þetta kemur fram í ákæru Héraðssaksóknara en hún er í tveimur liðum. Annars vegar er maðurinn ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa, aðfaranótt mánudagsins 22. apríl svipt konuna lífi, „en ákærði beitti hana margþættu ofbeldi og misþyrmdi henni í aðdraganda andláts hennar, en atlaga ákærða beindist meðal annars að kvið, höfði, hálsi, bringu, brjóstkassa og útlimum,“ segir í ákæru.

Síðan segir í ákærunni að konan hafi hlotið margvíslega áverka af atlögu hins ákærða en áverkalýsingin er síðan að hluta hreinsuð úr ákærunni. En síðan segir:

„Háttsemi ákærða var til þess fallin að ógna á alvarlegan hátt lífi, heilsu og velferð A og voru afleiðingarnar þær að hún lést af völdum áverkans á efri garnahengisbláæðinni og blæðingarinnar sem varð vegna hans inn í kviðarholið.“

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Önnur árás í febrúar

Í síðari ákæruliðnum er maðurinn ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa þriðjudagskvöldið 6. febrúar beitt konuna ofbeldi með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbrot, mar aftan á hálsi og hnakka, mar undir hægra auga og mar á hægri handlegg.

Segir að með háttsemi sinni hafi ákærði ógnað á alvarlegan hátt lífi, heilsu og velferð konunnar.

12 milljóna miskabótakröfur

Fyrir hönd tveggja aðstandenda konunnar er krafist miskabóta upp á sex milljónir króna fyrir hvort, eða samtals 12 milljónir.

Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Norðurlands eystra þann 3. september næstkomandi. Þá munu saksóknari annars vegar og verjandi mannsins hins vegar leggja fram gögn í málinu. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð í málinu verður en búast má fastlega við því að það verði í haust, í september eða október.

Populære artikler