Landsréttur sneri í dag við dómi Steinþóri Einarssyni sem Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður sakfellt fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í Ólafsfirði í byrjun október árið 2022.
Hinn þá 47 ára gamali Tómas varð fyrir miklu blóðtapi í átökum milli mannanna en mjaðmaslagæð fór í sundur. Steinþór, sem er 37 ára gamall, hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og staðhæft að hann hafi aðeins verið að verja hendur sínar er Tómas réðst á hann. Sýknukrafan byggðist á því að Steinþór hefði verið að verjast lífshættulegri árás Tómasar og hefði ekki haft ásetning um að bana honum.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður flutti mál Steinþórs gegn ákæruvaldinu í Landsrétti en Snorri Sturluson lögmaður var verjandi hans í héraði og hefur ötullega haldið fram sakleysi Steinþórs.
Click here to preview your posts with PRO themes ››
Aðspurður segist Snorri vera mjög ánægður með þessa niðurstöðu Landsréttar en vill ekki tjá sig um hana efnislega fyrir utan þetta:
„Réttlætið sigraði.“