lørdag, marts 15, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Óttar orðinn hundleiður á vælinu: „Þjóðin hefur aldrei haft það jafn gott“

Óttar Guðmundsson, einn þekktasti geðlæknir þjóðarinnar, er í athyglisverðu viðtali hjá Eggerti Skúlasyni í Dagmálum, frétta- og dægurmálaþætti Morgunblaðsins.

Í viðtalinu fer Óttar um víðan völl og ræðir til dæmis um fólk sem glímir við ótta og kvíða vegna öldrunar og þjóðarsálina sem hann hefur oftar en ekki skrifað pistla um. Óttar hefur skrifað pistla í fjölmiðla í yfir 30 ár, eða frá árinu 1989.

Í viðtalinu benti Eggert Óttari á að við værum mjög þrasgjörn þjóð áður en hann spurði hvernig hann haldi að íslenskri þjóð líði í dag.

„Ég held að fólki líði mikið betur en það segir að sér liði, en það er orðin einhver svona lenska að barma sér og tala um hvað allt sé djöfullegt, heimurinn sé á helvegi og mér líði svo illa yfir þessu og hinu. Auðvitað er það voðalega skrýtið þetta væl í þjóðinni vegna þess að þjóðin hefur aldrei haft það jafn gott og hún hefur það í dag,“ segir Óttar meðal annars.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Hann segist vera 19. aldar maður og enn hluti af 19. öldinni eins og hann orðar það.

„Ef maður ber lífskjör þjóðarinnar saman við lífskjörin á 19. öldinni þá er það algjörlega svart á hvítt. Þannig að þessi væll allur er náttúrulega voðalega leiðinlegur í sjálfu sér, hvað allt er ömurlegt og hvað ég á bágt.“

Eggert spurði Óttar að því hvort þetta hefði ef til vill aukist. Óttar svaraði því játandi.

„Þetta hefur aukist mjög mikið og fjölmiðlar gera rosalega út á þetta og það pirrar mig mjög mikið. Það pirrar mig mjög mikið þegar það er fyrsta frétt á RÚV dag eftir dag um einhverja konu eða mann sem þurfti að bíða á slysadeild eða bráðamóttökunni. Svo gerðist þetta og gerðist hitt. Það er alltaf verið að finna einhverja blóraböggla fyrir því að fólki líði illa,“ sagði Óttar meðal annars.

Þáttinn má nálgast í heild sinni á vef mbl.is.

Populære artikler