onsdag, marts 26, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Pétur Jökull verður dreginn fyrir dóm í ágústmánuði

Aðalmeðferð í máli gegn Pétri Jökli Jónassyni, sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots, verður við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 12. ágúst næstkomandi.

Pétur er talinn vera fimmti sakborningurinn í stóra kókaín-málinu en dómur féll í því yfir fjórum sakborningum í fyrra. Í ákæru gegn Pétri Jökli segir að hann hafi ásamt fjórum öðrum mönnum, „staðið að innflutningi á 99,25 kg (með 81% – 90% styrkleika) af kókaíni hingað til lands frá Brasilíu með viðkomu í Rotterdam í Hollandi. Efnin voru falin í sjö trjádrumbum sem komið var fyrir í gámi með númerinu […], en efnin voru haldlögð af hollenskum yfirvöldum þann 30. júní 2022 og var gerviefnum komið fyrir í trjádrumbunum. Gámurinn kom hingað til lands aðfaranótt 25. júlí 2022 og var afgreiddur af tollsvæði þann 2. ágúst 2022 og fluttur þaðan að […] í Reykjavík. Þann 4. ágúst 2022 voru trjádrumbarnir fjarlægðir úr gámnum og fluttir að […] í Hafnarfirði, þar sem hin ætluðu fíkniefni voru fjarlægð úr trjádrumbunum. Þar var þeim pakkað og hluti þeirra fluttur áleiðis í bifreiðinni HM-X65, til ótilgreinds aðila hér á landi, til að hægt yrði að koma efnunum í sölu og dreifingu, en lögregla lagði hald á hluta af ætluðum fíkniefnum í bifreiðinni þar sem henni hafði verið lagt í bifreiðastæði við […] í […].“

Málinu vísað frá

Málinu var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. júní. Grundvöllur frávísunarinnar var óskýr tilgreining á ætlaðri hlutdeild Péturs í brotinu. Ef þessi ákvörðun hefði haldið fyrir efra dómstigi væri Pétur Jökull núna laus allra mála en Landsréttur felldi þennan úrskurð úr gildi og gerði héraðsdómi að rétta í málinu.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Í ákæru er ekki verknaðarlýsing á þátttöku Péturs í málinu og kemur ekki fram hvað hann á að hafa nákvæmlega gert annað en að taka þátt í smyglinu með einhverjum hætti.

Populære artikler