tirsdag, juli 1, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Reyndur flugstjóri segir að þetta smáatriði gefi til kynna hvað fór úrskeiðis

Steve Schreiber, 63 ára gamall flugstjóri til margra ára, segir að eitt smáatriði sem sést í myndbandi í aðdraganda flugslyssins á Indlandi í síðustu viku gefi mögulega til kynna hvað olli slysinu.

Farþegaþota Air India-flugfélagsins hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak frá borginni Ahmedabad á Indlandi á fimmtudag með þeim afleiðingum að 279 fórust. Af þeim 242 sem voru um borð í vélinni komst einn lífs af, Bretinn Vishwashkumar Ramesh.

Steve þessi heldur úti vinsælli síðu á YouTube undir nafninu Captain Steeeve þar sem hann deilir ýmsum fróðleik um flug. Hann segist hafa legið yfir myndbandsupptökum af slysinu á Indlandi síðustu daga og rekið augun í nokkuð sem gæti varpað ljósi á það hvað olli slysinu.

Hann grunar að tvöföld vélarbilun hafi orðið eftir að hafa séð svokallaða RAT-túrbínu koma niður úr vélinni þegar hún byrjaði að lækka skyndilega flugið.

„Margar flugvélar eru með þetta kerfi. Hún er rétt aftan við vænginn hægra megin á vélinni,“ segir hann og bætir við að túrbínan líti út eins og lítill utanborðsmótor.

Schreiber segir að tilgangur RAT sé að framleiða rafmagn eða vökvaþrýsting til bráðabirgða og í algjörri neyð ef aðalaflgjafar vélarinnar bregðast. Hann segir að þrjár ástæður geti valdið því að RAT-túrbínan kemur niður.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

„Mjög umfangsmikil rafmagnsbilun, mikil bilun í vökvakerfi eða tvöföld vélarbilun,“ segir hann og bætir við að hver einasta af þessum þremur aðstæðum myndi valda því að túrbínan færi niður. Hann benti á skjáskot úr einu myndbandi af aðdraganda slyssins þar sem sjá má lítinn gráan punkt sem hann segir vera umrædda túrbínu. Þá vakti hann athygli á því að hljóð í myndbandinu styðji þessa kenningu.

Schreiber, sem hefur hátt í 30 ára reynslu af flugi, segir að RAT hafi upphaflega verið hannað sem „síðasta úrræði“ ef til mikillar bilunar kemur í mikilli flughæð. Kerfið sé ekki hannað til að taka við vélinni í 400 til 500 feta hæð og því hafi hún hrapað hægt og rólega til jarðar.

Schreiber tekur fram í myndbandinu að aðeins sé um kenningu að ræða, ekki verði neitt fullyrt fyrr en niðurstöður rannsóknar liggja fyrir.

Populære artikler