lørdag, marts 15, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Sauðfjárráðunautur sakar höfunda bókar um forystufé um ritstuld – „Mér er það ekki áhuga­mál að koma fólki í stein­inn“

Jón Viðar Jónmundsson, fyrrverandi landsráðunautur Búnaðarfélags Íslands í sauðfjár- og nautgriparækt, sakar höfunda bókarinnar Forystufé og fólkið í landinu um ritstuld.

Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Þrátt fyrir ásökunina segist Jón Viðar ekki vilja rekja ritstuldinn nákvæmlega en vísar til greinar sem hann átti þátt í að skrifa og birtist árið 2015:

„Ritstuld­ur­inn er of lang­ur til að rekja hér lið fyr­ir lið. Les­end­um aðeins bent á grein sem ég skrifaði 2015 með ágætu sam­starfs­fólki og heit­ir „For­ystu­fé á Íslandi“ og held að standi und­ir nafni. Grein­ina birt­um við í því góða riti Nátt­úru­fræðingn­um. Á síðu 99 er undirkafli sem heit­ir „Ein­kenni for­ystu­fjár“. Lesið nú þetta á móti síðu 9 og 10 í bók kump­án­anna. Verður kom­ist öllu lengra í að stela efni?“

Jón Viðar leitaði til annars höfundar bókarinnar, en þeir eru tveir, og óskaði eftir afsökunarbeiðni. Því erindi var hafnað. Í grein sinnni í Morgunblaðinu fer Jón Viðar fram á að útgefandinn, Veröld, biðji hann opinberlega afsökunar vegna ritstuldarins. Jón Viðar skrifar:

„Strax og ég sá ritþjófnaðinn hringdi ég í Daní­el og bauð hon­um að biðjast af­sök­un­ar á slys­inu op­in­ber­lega og mál­inu væri þar með lokið. Mér til undr­un­ar neitaði hann strax. Við þetta bætt­ist að góðvin­ur minn Lár­us Birg­is­son sagðist hafa fengið um­rædd­an texta til yf­ir­lestr­ar. Hann hefði bent þeim á að geta heim­ilda eins og siðað fólk ger­ir. Ákvarðanir þeirra blasa við öll­um á síðum bók­ar­inn­ar. Í ljósi þessa virðast það hafa verið sam­an­tek­in ráð kump­án­anna.

Mér er það ekki áhuga­mál að koma fólki í stein­inn. Hins veg­ar vil ég fram­komu siðaðs fólks og að mis­tök séu viður­kennd op­in­ber­lega og beðist af­sök­un­ar á þeim. Útséð virðist um þau viðbrögð hjá höf­und­um. Viðbrögð Daní­els rak­in. Ömur­legri viðbrögð Guðjóns vil ég hans vegna ekki rekja nema segja að hann hringdi í mig strax eft­ir að ég ræddi við Daní­el og til­kynnti að hann ætlaði strax að biðjast af­sök­un­ar op­in­ber­lega. Það var sams kon­ar lygi og annað sem ég hef kynnst frá hans hendi. Nú er það skoðun mín að Guðjón sé ábyrg­ur fyr­ir ritstuld­in­um. Daní­el aðeins af dreng­skap ætlað að verja ræf­il­inn.

Það er von mín að for­lagið Ver­öld viður­kenni at­hafn­ir drengj­anna og biðjist af­sök­un­ar á þeim op­in­ber­lega.“

Uppfært kl. 13:15 – Afsökunarbeiðni birtist fyrir löngu

Bókaútgáfan Veröld hefur sent DV tölvupóst og bent á að afsökunarbeiðni vegna málsins hafi birst á vef útgáfunnar þann 22. nóvember árið 2023. Þar segir:

Click here to preview your posts with PRO themes ››

„Þau leiðu mistök urðu við gerð bókar okkar Forystufé og fólkið í landinu að greinarinnar og höfunda hennar „Forystufé á Íslandi“, sem birtist í Náttúrufræðingnum (85. árg., 3.–4. hefti, 2015, bls. 99–100), var ekki getið þar sem texti úr greininni er tekinn upp bls. 8–9 í bókinni.

Höfundar greinarinnar eru Jón Viðar Jónmundsson, Lárus G. Birgisson, Sigríður Jóhannesdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson og Ólafur Dýrmundsson.

Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Þau verða leiðrétt í nýjum útgáfum.

Daníel Hansen

Guðjón R. Jónasson“

Populære artikler