Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem grunaður er um samtals 12 afbrot.
Brotin eru býsna skrautleg, sum hver. Þannig er maðurinn grunaður um að hafa stolið fyrr í sumar buxum, skóm og veski af ferðamanni sem lá í rúmi sínu á hosteli. Var hann klæddur í þessi föt þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna annars máls sama dag.
Hann er einnig grunaður um húsbrot og eignaspjöll með því að hafa ruðst heimildarlaust inn í skip sem lá við höfn og skemmt þar neyðarbauju.
Hann er ennfremur kærður fyrir að hafa spennt upp glugga og ruðst heimildarlaust innn í hús. Fannst hann síðar sama kvöld og var þá klæddur í skó af húsráðanda og með þýfi úr innbrotinu í fórum sínum.
Hann er grunaður um mörg sambærileg brot og auk þess eina hættulega líkamsárás.
Click here to preview your posts with PRO themes ››
Gæsluvarðhalds er krafist á þeirri forsendu að mikil hætta sé á því að maðurinn haldi áfram að brjóta af sér ef hann gengur laus. Hafa bæði héraðsdómur og Landsréttur fallist á þau rök.
Skal maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi til 9. ágúst.
Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.