onsdag, april 30, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Stjórnarformaður Play bendir á sláandi mun – Ríkið kaupir miklu fleiri flugmiða af Icelandair

„All­ir hljóta að sjá að það er kom­inn tími til þess að inn­kaup­um rík­is­ins á þessu sviði verði komið í far­veg sem telst sann­gjarn og eðli­leg­ur gagn­vart þeim sem starfa á sam­keppn­ismarkaði,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og stjórnarformaður Play, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni er Sigurður Kári afar gagnrýninn á ríkið og kallar eftir því að það hagi kaupum sínum á flugmiðum þannig að það kaupi alltaf ódýrasta flugmiðann fyrir starfsmenn sem ferðast til og frá Íslandi vegna vinnu. Bendir hann á að Play hafi nýlega lagt þetta til í sparnaðarráði inn í samráðsgátt stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin óskaði eftir aðstoð frá almenningi við að spara í ríkisrekstri. Í grein sinni fer hann nánar yfir þetta.

Miklir hagsmunir í húfi

„Öll hljót­um við að gera kröfu um að stjórn­völd fari vel með skatt­ana okk­ar. Við hljót­um líka að gera kröfu um að á mörkuðum þar sem frjáls sam­keppni er sögð ríkja milli fyr­ir­tækja fái þau að keppa sín á milli á jafn­rétt­is­grund­velli. Í því felst m.a. að ríkið hygli ekki sum­um fyr­ir­tækj­um um­fram önn­ur sem þau eiga í sam­keppni við, til dæm­is í inn­kaup­um,” segir hann og bendir á að reglur um þetta hafi að vísu fyrir löngu verið lögfestar hér á landi sem og erlendis.

„Þetta eru m.a. svo­kallaðar rík­is­styrkja­regl­ur, sem leggja höml­ur við því að eitt fyr­ir­tæki fái sér­staka fyr­ir­greiðslu eða for­skot um­fram önn­ur á sam­keppn­ismarkaði. Hér á landi gilda líka regl­ur um op­in­ber inn­kaup og útboð sem ætlað er að tryggja rík­inu hag­stæð kjör, auk þess sem í gildi eru samkeppnislög sem hafa það að mark­miði að efla virka sam­keppni,“ segir Sigurður Kári og bætir við að það blasi við að miklir hagsmunir séu í húfi fyrir skattgreiðendur, ríkið sjálft og þau fyrirtæki sem í hlut eiga og ríkið á í viðskiptum.

„Munur­inn þar á milli er rúm­lega fjöru­tíufald­ur“

Hann segir að fyrrnefnd sparnaðarráð Play hafi verið einföld.

„Fé­lagið ráðlagði rík­is­stjórn­inni, ann­ars veg­ar, að haga inn­kaup­um rík­is­ins á flug­miðum þannig að það keypti alltaf ódýr­asta flug­miðann fyr­ir starfs­menn sem ferðast til og frá Íslandi vegna vinnu. Hins veg­ar lagði Play til að ríkið hætti að láta starfs­menn sína njóta skatt­frjálsra fríðinda í formi vild­arpunkta vegna flug­miða sem ríkið keypti fyr­ir þá, enda mætti gera ráð fyr­ir að ríkið greiddi hærra verð en ella svo að selj­andi flug­miðanna gæti veitt farþeg­an­um þessi fríðindi. Slík fríðindi auka auk þess hvata hjá starfs­fólki til þess að ferðast meira á kostnað rík­is­ins og til að beina viðskipt­um sín­um frek­ar til þess flug­fé­lags sem fríðind­in veit­ir í stað þess að láta miðaverð ráða úr­slit­um.“

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Sigurður Kári vísar svo í fréttir þess efnis að árið 2023 hefði ein ríkisstofnun, Alþingi, keypt flugmiða af Icelandair fyrir 20,9 milljónir króna en aðeins 500 þúsund krónur af Play. „Munur­inn þar á milli er rúm­lega fjöru­tíufald­ur,“ segir Sigurður Kári og nefnir að nú hafi komið í ljós að þessi mismunun viðgangist víðar í ríkiskerfinu.

„Upp­lýst hef­ur verið að á grund­velli ramma­samn­ings sem ríkið gerði um inn­kaup á ár­un­um 2023 og 2024, þ. á m. um kaup á flug­miðum, hafi ein­ung­is 1,4% af sam­an­lagðri fjár­hæð keyptra flug­miða runnið til Play. Það hlut­fall hlýt­ur að telj­ast hreint ótrú­lega lágt og er ekki í neinu sam­ræmi við markaðshlut­deild fé­lags­ins í milli­landa­flugi í viðskipt­um við al­menn­ing. Áætla má að þegar al­menn­ing­ur á Íslandi kaupi sér flug­miða séu þeir í 35-40% til­vika keypt­ir af Play.“

Hann gagnrýnir einnig að sú stofnun innan ríkiskerfisins sem flesta flugmiða kaupir, Sjúkratryggingar Íslands, hafi fram til þessa neitað að virkja áðurnefndan rammasamning ríkisins gagnvart Play sem þó á aðild að samningnum. Það gef­i auga leið að á meðan samn­ing­ur­inn hef­ur ekki verið virkjaður komi hann ekki til fram­kvæmda, segir Sigurður Kári.

„Á sama tíma hafi stofn­un­in hins veg­ar beint sjúk­ling­um til helsta sam­keppn­isaðila Play við kaup á flug­miðum sem Sjúkra­trygg­ing­ar greiða fyr­ir. Og það sem meira er, hjá Icelandair starfar sér­stak­ur tengiliður fé­lags­ins við Sjúkra­trygg­ing­ar sem sjúk­ling­um er bent á að hafa sam­band við á vefsvæði Sjúkra­trygg­inga vegna flug­miðakaupa,“ segir hann.

Að mati Sigurðar eru viðskiptahættir af þessu tagi í besta falli afar óheilbrigðir og ekki til þess fallnir að stuðla að ábyrgri meðferð opinbers fjár. „Þeir eru auk þess í and­stöðu við jafn­ræðis­sjón­ar­mið og bein­lín­is til þess falln­ir að raska sam­keppni.“

Populære artikler