Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður og meðlimur í Sósíalistaflokknum, segir að þjóðin hafi greitt hægri flokkum atkvæði í yfirgnæfandi meirihluta og telur hann Samfylkinguna til hægri flokka.
Þór vorkenndir náttúru landsins að þurfa að búa við þá þjóð sem Íslendingar eru. Hann skrifar eftirfarandi FB-færslu um kosningaúrslitin:
„JÆJA! Góðan daginn.
Svo virðist sem þessi blessaða þjóð hafi greitt hægriflokkum, fjórum hægriflokkum, C, D, M og S, atkvæði sem aldrei fyrr, en þessir fjórir flokkar fá alls 68,7% atkvæða. Og jú! Samfylkingin er víst hægri flokkur.
Allir þessir flokkar hafa það á stefnuskránni að leggja til atlögu við það litla sem eftir er af ósnortnum víðernum og íslenskri náttúru með enn fleiri virkjunum sem og vindmyllum um allar koppagrundir. Þannig fór það.
Vesalings landið og náttúran að þurfa að búa við þessa þjóð.
Til hamingju samt Íslendingar, þetta er það sem þið viljið.“