onsdag, marts 19, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

„Í stað þess að styðja við þessa end­ur­komu hans á vinnu­markaðinn, var hon­um refsað fyr­ir að taka of stór skref,“ segir Hákon Skúlason, framkvæmdastjóri Símstöðvarinnar, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar gagnrýnir hann ríkjandi fyrirkomulag hér á landi varðandi þá sem koma í starfsendurhæfingu, en fyrirtæki hans hefur átt í góðu samstarfi við VIRK starfsendurhæfingarsjóð um að opna leið fyrir skjólstæðinga þeirra inn á vinnumarkaðinn.

Í grein sinni bendir Hákon á að töluvert af nýju starfsfólki hafi komið til fyrirtækisins í gegnum þetta samstarf, enda sé boðið upp á hlutastarf með sveigjanlegum vinnutíma eftir þörfum hvers og eins.

Stóð sig vel en þurfti að hætta

„Þrátt fyr­ir ár­ang­ur­inn hafa komið upp áskor­an­ir. Sem dæmi til­kynnti starfsmaður hjá mér fyrr á ár­inu að hann þyrfti að segja upp störf­um. Hann hafði staðið sig ein­stak­lega vel í starfi, var vel liðinn af sam­starfs­fólki og sýndi mik­inn áhuga á vinnu. Þegar ég spurði hvort eitt­hvað í starf­inu eða launa­kjör­in væri ástæða upp­sagn­ar­inn­ar, þá út­skýrði hann að þetta væri al­gjör­lega óháð vinnustaðnum. Hann sagði ein­fald­lega: „Ég hef lent í skerðingu bóta og má ekki vinna svona mikið.“

Hákon segir að umræddur starfsmaður hafi verið nýkominn aftur á vinnumarkaðinn eftir langa fjarveru vegna veikinda.

„Hann byrjaði var­lega og byggði smám sam­an upp starfs­orku sína. Hins veg­ar fór hann yfir frí­tekju­markið sem bæt­ur hans leyfðu og þurfti þess vegna að end­ur­greiða hluta þeirra. Þetta reynd­ist hon­um mikið áfall, þar sem hann hafði lagt hart að sér við að byggja upp starfs­getu á ný. Kerfið sýndi hins veg­ar eng­an skiln­ing á þeirri framþróun sem hann hafði náð. Í stað þess að styðja við þessa end­ur­komu hans á vinnu­markaðinn, var hon­um refsað fyr­ir að taka of stór skref,“ segir hann.

Kerfið ætti að styðja frekar en refsa

Hákon segir í grein sinni að þetta sé því miður ekki eina dæmið og fleiri tilvik komið upp þar sem starfsfólk hefur þurft að fylgjast vel með vinnutímanum og tekjum í hverjum mánuði til að forðast endurgreiðslur.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

„Starf­send­ur­hæf­ing er ómet­an­leg­ur þátt­ur í því að hjálpa ein­stak­ling­um að kom­ast aft­ur til vinnu. Hún er hluti af flóknu og jafn­vel löngu ferli þar sem marg­ir aðilar vinna sam­an að því að veita fólki stuðning og tæki­færi. Þegar ein­stak­ling­ar ná loks að snúa aft­ur inn á vinnu­markaðinn, ætti kerfið að styðja við þá veg­ferð – ekki refsa þeim fyr­ir fram­far­ir.“

Er það mat Hákonar að skapa þurfi hvata til atvinnuþátttöku án þess að hætta á skerðingu bóta komi í veg fyrir að fólk reyni að taka þátt í sam­fé­lag­inu á ný.

„Á móti þarf einnig að tryggja að op­in­bert fé sé vel nýtt og að girða fyr­ir mis­notk­un. Rétt­mætt væri að setja tekjuþak á skerðing­ar­laus­ar bæt­ur, þannig að úrræðið nýt­ist best þeim sem raun­veru­lega þurfa á því að halda. Til dæm­is mætti setja þakið miðað við meðallaun í viðkom­andi starfs­stétt, þar sem bæt­ur myndu byrja að skerðast ef tekj­ur fara yfir það mark,“ segir hann og nefnir einnig að starf­send­ur­hæf­ing­ar­stöðvar gætu gegnt lyk­il­hlut­verki í ferl­inu við að meta hvort viðkom­andi eigi rétt á starf­send­ur­hæf­ingu og þróa ein­stak­lings­miðaðar áætlan­ir sem taka mið af þörf­um, getu og mark­miðum hvers og eins.

Starf­send­ur­hæf­ing er lyk­ill­inn að því að hjálpa fólki að ná sjálf­stæði og taka virk­an þátt í sam­fé­lag­inu. Það er nauðsyn­legt að tryggja að kerfið vinni með fólki, ekki gegn því, og að það sé sveigj­an­legt og rétt­látt fyr­ir alla sem á því þurfa að halda. Þegar kerfið styður við ein­stak­linga á viðkvæm­um tíma­mót­um, eykst ekki aðeins vel­gengni þeirra held­ur græðir sam­fé­lagið allt um leið,“ segir hann að lokum.

Populære artikler