fredag, marts 21, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Tók andköf þegar hann sá verðlagninguna á Akureyri – Ómerkileg kjúklingalund á 7700 og lítill bjór á 1750 – „Það sér hver heilvita maður að þetta er galið“

Stjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson fékk áfall þegar hann skellti sér til Akureyrar um helgina. Verðlagning á Íslandi jaðri nú við rán um hábjartan dag.

Gunnar skrifar í grein sem birtist hjá Vísi að hann óttist að Íslendingar séu sofandi á verðinum. Þeir hafi látið svo mikið yfir sig ganga í okri að þeir séu hættir á furða sig á því. Verðskyn landsmanna sé brenglað.

„En aftur að Akureyri. Þar litum við inn á nýlegan veitingastað nálægt gististaðnum. Þar var hægt að fá ostbita sem smárétt á um 4000 krónur. Á sama stað var boðið upp á bjórdós (330 ml) á 1750 krónur! Sé það uppreiknað í 500 ml (stóran bjór) þá er það rúmlega 2600 krónur! Það sér hver heilvita maður að þetta er galið. Við stóðum upp og fórum.

Á öðrum stað var boðið upp á hamborgara á 4500 krónur og á enn öðrum var boðið upp á kjúklingalund (ekkert merkileg), á heilar 7700 krónur. Þarna tók maður reyndar andköf. Ef við gefum okkur að lundin hafi verið 200 grömm að þyngd, þá er kílóverðið á þessum blessaða kjúlla samtals 38.500 krónur!“

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Gunnar vill vita hvernig fólki dettur þessi verðlagning í hug og hvað liggi að baki. Fyrsta skýringin sem honum dettur í hug er að hreinlega sé um græðgi að ræða.

Svo skellti hann sér í sund þar sem aðgangurinn kostaði 1300 krónur. Með þessu áframhaldi verði gengið að sundmenningu landsins dauðri.

„Kannski verður það bara vel efnuð yfirstéttin á Íslandi sem mun stunda sund í framtíðinni? Lýðurinn geti bara notað sturtuna heima og skrúbbað af sér þar.“

Loks nefnir Gunnar verðið á eldsneyti sem sé í engu samræmi við heimsmarkaðsverð.

„Það er eitthvað verulega dularfullt við eldsneytismarkaðinn á Íslandi, sem virðist vera ónæmur fyrir verðbreytingum úti í heimi, nema þá helst þegar þær eru eru upp á við, en það er kannski efni í aðra sögu um ,,rán um hábjartan dag.“.“

Populære artikler