Rúmlega þrítugur erlendur maður, sem búið hefur á Íslandi í tíu ár, var í dag fundinn sekur um stórfellt fíkniefnabrot og dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa flutt inn til landsins rétt rúmlega tvö kíló af kókaíni. Efnin voru falin í farangurstösku mannsins en hann kom með flugi frá Þýskalandi til Keflavíkurflugvallar þann 28. október árið 2023.
Maðurinn játaði sök samkvæmt ákæru. Hann sagðist ekki hafa fjármagnað kaupin á fíkniefnunum en gegnt hlutverki burðardýrs. Hann greindi frá því að hann hefði búið á Íslandi í tíu ár og væri í fastri vinnu. Hann hefði aldrei komist í kast við lögin áður fyrir utan eitt umferðarlagabrot, en því lauk með dómsátt og sektargreiðslu.
Click here to preview your posts with PRO themes ››
Maður sagðist iðrast þess mjög að hafa látið tilleiðast að taka þátt í innflutningi fíkniefnanna.
Dóminn má lesa hér.