Viðar Geir Skjóldal er látinn, aðeins 39 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Torrevieja á Spáni síðastliðinn sunnudag.
Viðar Geir sló í gegn á samfélagsmiðlinum Snapchat á árunum 2017-2018 undir notendanafninu Enski boltinn og var hann í kjölfarið þekktur undir viðurnefninu Enski. Eins og nafnið gefur til kynna fjallaði Viðar fyrst um sinn aðallega um enska boltann en hann var einn helsti stuðningsmaður fótboltafélagsins Liverpool FC á Íslandi.
Viðar Geir varð fljótlega orðinn einn vinsælasti snappari landsins en með tímanum urðu snöppin hans persónulegri og fengu fylgjendur hans innsýn inn í einkalíf Viðars þar sem skiptust á skin og skúrir.
Í viðtali við DV árið 2017, á árdögum Snapchat-ferilsins, ræddi Viðar Geir meðal annars um sáran systurmissi, bílslys sem hafði mikil áhrif á líf hans og glímuna við Bakkus sem, eins og hjá svo mörgum, setti mark sitt á líf hans.
Click here to preview your posts with PRO themes ››
Viðar Geir Skjóldal, gjarnan nefndur Enski, var einn harðasti Liverpool-aðdáandi landsins
Viðar Geir lætur eftir sig eiginkonu, Helgu Kristínu, en saman voru þau foreldrar fjögurra barna. Parið gifti sig árið 2020 og flutti í kjölfarið til Spánar og hafa haldið heimili þar síðan.