onsdag, marts 19, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

195 ökumenn stöðvaðir í Ofurskálareftirliti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt úti sérstöku eftirliti vegna Ofurskálarinnar sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. Ofurskálin nýtur einnig töluverðra vinsælda hér á landi og ákváðu margir að vaka fram eftir til að fylgjast með leiknum.

Philadelphia Eagles fór með sigur af hólmi, 40-22, gegn Kansas City Chiefs og var sigurinn aldrei í hættu. Philadelphia komst í 24-0 og stefndi lengi vel í einn stærsta ósigur liðs í sögu Super Bowl en Kansas tókst að laga stöðuna örlítið í lokin.

Í skeyti sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í morgun kemur fram að 195 ökumenn hafi verið stöðvaðir í svonefndu Ofurskálareftirliti og voru langflestir þeirra til fyrirmyndar. Tveir reyndust vera undir áhrifum.

Þá var eitthvað um tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum og virðast sumir hafa verið spenntari en aðrir yfir leiknum.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Populære artikler