mandag, december 23, 2024

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Ásmundur vekur athygli á ótrúlegum árangri Elínborgar – „Er það ekk­ert mál fyr­ir litla þjóð að eign­ast heims­meist­ara?“

„Það kemur mér á óvart hvað þessum árangri hefur lítill gaumur verið gefinn af fjölmiðlum, íþróttaforystunni og ráðmönnum. Og það þrátt fyrir ábendingar,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar vekur hann athygli á mögnuðum árangri Elínborgar Björnsdóttur sem varð á dögunum heimsmeistari í pílukasti í sínum flokki. Elínborg, sem var afreksíþróttamaður í sundi og landsliðskona í pílukasti, slasaðist alvarlega í bílslysi og örkumlaðist árið 2020.

Ásmundur byrjar grein sína á að vísa í umfjöllun fjölmiðla um Ólympíuleikanna í París og ber hann lof á það hversu vel var staðið að umfjöllun um leikana. Bendir hann á að aldrei sé of mikið sagt frá íþróttum og gildi þeirra fyrir börn og unglinga sem hrífast með og eignast sínar stjörnur.

Mikill dugnaður og eljusemi

„Þrátt fyr­ir þunn­skipað keppn­islið okk­ar fannst mér ár­ang­ur­inn góður. Það er frá­bært að eiga fólk sem er um og und­ir tutt­ug­asta sæti á slíkri íþrótta­messu sem Ólymp­íu­leik­arn­ir eru. Við erum smáþjóð að etja kappi við kepp­end­ur frá hátt í tvö hundruð þjóðríkj­um og þá er frá­bær ár­ang­ur að kom­ast í undanúr­slit, hvað þá lengra,“ segir hann.

Maðurinn sem örkumlaði Ellu dæmdur  – „Ég fékk lífstíðardóm en hann sjö mánuði“

Hann bendir svo á að þegar keppni á Ólympíuleikunum var í hámarki um verslunarmannahelgina var haldið í Skotlandi heimsmeistaramót fatlaðra í pílukasti þar sem Elínborg var á meðal þátttakenda.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

„Af mikl­um dugnaði og elju hef­ur El­ín­borg, sem nú er bund­in hjóla­stól og nýt­ur aðstoðar all­an sól­ar­hring­inn, kom­ist til keppni að nýju. Hún varð í öðru sæti í sín­um flokki, fatlaðar kon­ur í hjóla­stól, á Evr­ópu­meist­ara­móti í pílukasti fyr­ir ári og vann sér rétt á heims­meist­ara­mót­inu í Ed­in­borg í Skotlandi nú í ág­úst. El­ín­borg gerði sér lítið fyr­ir og vann á mót­inu og varð heims­meist­ari í sín­um flokki,“ segir Ásmundur.

Ekkert mál að verða heimsmeistari?

Hann segir það hafa komið honum á óvart hversu litla athygli þessi árangur Elínborgar fékk.

„Það er kannski ekk­ert mál að verða heims­meist­ari fatlaðra í pílukasti vegna þess að af­reks­stefn­an nær ekki til þeirra. Það hef­ur alla­vega verið þrauta­ganga að fjár­magna keppn­is­ferðir El­ín­borg­ar, og henni jafn­vel sýnd­ur lít­ill skiln­ing­ur. En von­ir henn­ar stóðu til að heims­meist­ara­tit­ill og já­kvæð um­fjöll­un um þann ár­ang­ur hjálpaði henni að fjár­magna frek­ari keppn­is­ferðir í framtíðinni,“ segir Ásmundur sem endar grein sína á þessum orðum:

„En kannski er heims­meist­ara­tit­ill í pílukasti fatlaðra ekk­ert mál fyr­ir þá sem hafa ekki séð tærn­ar á sér í mörg ár. Þeirra glaum­ur og gleðiskál hljóm­ar alla vega ekki í eyr­um heims­meist­ar­ans í pílukasti fatlaðra kvenna í hjóla­stól, sem spyr sig: Er það ekk­ert mál fyr­ir litla þjóð að eign­ast heimsmeistara?“

Populære artikler