Eigendur verslunarinnar Istanbul Market við Grensásveg hafa birt tilkynningu þar sem þeir saka eiganda BK Kjúklings um yfirgang varðandi bílastæði. Segjast þeir tilneyddir til að grípa til lögfræðilegra aðgerða þar sem BK Kjúklingar nýti sér bílastæði þeirra eigi og sinni ekki ábendingum þeirra þess efnis.
Í tilkynningunni segir:
„Kæru viðskiptavinir,
Tveir bílar sem nú standa fyrir framan verslun okkar tilheyra nýjum eiganda BK Kjúklinga, veitingastaðarins sem er beint á móti okkur. Þrátt fyrir vinsamlegar beiðnir hefur nýi eigandinn neitað að fjarlægja ökutækin úr bílastæðum sem eru ætluð okkur. Því miður höfum við því ekki annan kost en að ráðast í lögfræðilegar aðgerðir til að láta fjarlægja bílana og krefjast viðeigandi bóta.
Ökutækjum er vísvitandi lagt hér daglega.
Á meðan þessari stöðu stendur viljum við upplýsa ykkur um að þið eruð velkomin að nýta bílastæðin sem eru fyrir aftan bygginguna okkar.
Við erum áfram opin og staðföst í að veita ykkur góða þjónustu.
Istanbul Market“


