onsdag, november 19, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný Kristinsdóttir skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hefur verið send í leyfi frá störfum en ráðning hennar á síðasta ári í starfið var nokkuð umdeild.

Vísir greinir frá þessu og þar kemur fram að ráðist verði í úttekt á stjórnunarháttum í skólanum en ljóst er að stjórnendur og starfsfólk í skólanum er alls ekki sammála um þessi atriði.

Dagný hefur í fyrri störfum sínum sem skólastjóri lent upp á kant við undirmenn sína en hún lét af störfum sem skólastjóri Hvassaleitisskóla í Reykjavík en stór hluti starfsmanna hafði lýst yfir vantrausti á hendur henni.

Dagný var ráðin í starfið í Víðistaðaskóla í júlí á síðasta ári. Ráðningin þótti nokkuð umdeild í Hafnarfirði eins og DV hefur áður greint frá í ljósi starfsloka hennar í Hvassaleitisskóla en einnig vegna þess að Dagný er náfrænka Valdimars Víðissonar sem var þá formaður bæjarráðs en er nú bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Umdeild ráðning skólastjóra í Hafnarfirði – Náfrænka verðandi bæjarstjóra hreppti hnossið

Gengið var frá ráðningunni í kjölfar mats þriggja manna nefndar sem var skipuð embættismönnum bæjarins.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Gagnrýnt var að Dagný hefði verið tekin fram yfir Guðbjörgu Norðfjörð Elíasdóttir, þáverandi aðstoðarskólastjóra Hraunavallaskóla, í Hafnarfirði, og þáverandi formann Körfuknattleiksambands Íslands sem hafði notið mikilla vinsælda í störfum sínum.

Guðbjörg mun leysa Dagnýju af sem skólastjóri Víðistaðaskóla samhliða starfi sínu sem skólastjóri nýs skóla í Hafnarfirði, Hamranesskóla, sem enn hefur ekki verið reistur.

Populære artikler