torsdag, januar 15, 2026

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Flosi rifjar upp sögu af þekktum manni: „Frekur, dónalegur og sífellt öskrandi á stúlkurnar að þjónusta sig“

„Ef alkóhól hefði verið til staðar í mér hefði það eflaust tekið afstöðu með hnefanum,“ sagði Flosi Þorgeirsson, tónlistarmaður og hlaðvarpsstjórnandi, í athyglisverðri færslu á Facebook-síðu sinni í gær.

Þar sagði hann sögu af þekktum manni sem hann lenti í orðaskiptum við árið 2009. Flosi nafngreinir manninn ekki í færslunni en glöggir ættu þó að vita um hvern er rætt.

„Ég hætti að drekka í nóvember 2009. Mer fannst áhugavert samt að kíkja á djammið edrú. Að sjá hvernig fólk varð sífellt leiðinlegra og barnalegra. Ég hélst yfirleitt ekki við lengur en til eitt eftir miðnætti. Þá var þetta yfirleitt orðið eins og versta geðveikrahæli. Ég hef reyndar bæði unnið á og legið á geðdeild og djammið var langtum verra! Ég vissi auðvitað að ég hafði um langt skeið tekið fullan þátt í þessu brjálæði. Þetta gerði mig bara ákveðnari í að halda mínu striki. Raunveruleikann á maður að tækla edrú,“ sagði Flosi í færslunni.

Brást illa við afskiptunum

Hann segir svo að hann hafi oft vanið komur sínar á bar í miðbænum þar sem tvær vinkonur hans unnu. Hann átti það líka til að spila á umræddum bar. Hann rifjar svo upp að eitt sinn hafi verið mikið að gera og vinir hans á fullu að afgreiða. Tók hann þá eftir manni sem hann segir að hafi verið „afar frekur, dónalegur, og sífellt öskrandi á stúlkurnar að þjónusta sig.“

Flosi segir að honum og kunningja hans hafi verið nóg boðið og þeir hafi loks gert athugasemdir við þessa hegðun mannsins.

„Hann brást vægast sagt illa við. Sagði að þessar „druslur“ væru alltaf með stæla við sig. Síðan fór hann að heimta að vita hvað við værum með mikið í laun!? Sagðist sannfærður um að hann væri með vel yfir okkar samanlögð laun. Kallaði okkur aumingja því við værum „láglaunalúserar.“ Þrátt fyrir að hann þekkti okkur ekkert!?“

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Þakkar fyrir að hafa ekki verið drukkinn

Flosi segir að kunningi hans sem var í glasi hafi verið orðinn ansi reiður og hann því brugðið á það ráð að draga þá frá „þessum vitleysingi“ eins og hann orðar það.

„Ég þakka fyrir að hafa ekki verið drukkinn því þessi furðulegi maður var með svokallað „kýlifés“. Semsagt svo óþolandi að öllu leyti að ég nánast heyrði hnefa minn reyna að sannfæra mig um að reka honum gott högg. Ef alkóhól hefði verið til staðar í mér hefði það eflaust tekið afstöðu með hnefanum. Seinna sögðu vinkonur mínar mér að maðurinn væri alræmdur þarna meðal starfsmanna og þætti yfirmáta dónalegur og hrokafullur.“

Flosi segir svo frá því að nokkru síðar hafi hann setið og horft á sjónvarpið og þá hafi þessi sami maður verið mættur í fréttaviðtal.

„Ég þekkti strax dónann af barnum sem var með þessa miklu þráhyggju gagnvart launaseðlum annars fólks. Þarna stóð hann og talaði fjálglega eins og sá sem allt veit. Hann var þá nýorðinn formaður eins stærsta verkalýðsfélags landsins,“ segir Flosi.

„Spiliði nöbbu, spuliði nöbbu simmilimmi“

Fjörugar umræður fara fram undir færslu Flosa og virðast flestir átta sig á því hver maðurinn er. Rokkarinn og gítarleikarinn Franz Gunnarsson, sem hefur meðal annars verið meðlimur í Ensími og Dr. Spock, rifjar einnig upp sögu af manninum.

„Þessi sami maður átti það til að mæta á hverjum einasta föstudegi snemma kvölds á ónefndum skemmtistað þar sem ég og fleiri vorum reglulega að skemmta gestum. Alltaf haug fullur og leiðinlegur öskraði hann á milli laga „spiliði nöbbu, spuliði nöbbu simmilimmi“. Við skildum lengi vel ekki hvað durgurinn væri að meina þangað til að hann gaulaði söngmelódíuna, þá föttuðum við að hann væri að meina Nutbush city limits með Ike & Tinu. Þetta endaði alltaf á sama veg, ég bað dyravörðinn að henda honum út,“ segir Franz sem endar athugasemd sína á þessum orðum:

„En alltaf var hann mættur næsta föstudag með sömu leiðindin.“

Populære artikler