Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku við Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, er ekki hrifin af því á hvaða leið mannanafnanefnd er nú um stundir.
Guðrún ræðir málið við Morgunblaðið í dag en þar segir að nýjustu úrskurðir nefndarinnar hafi vakið nokkra athygli. Ýmis athyglisverð nöfn hafa verið samþykkt, til dæmis karlkynsnafnið draumur og eiginnöfnin Ranimosk og Tóní. Þá hafa kvenkynsnöfnin Harne, Love, Enora og Raven verið samþykkt.
„Þetta er allt of laust í reipunum. Þeir sem lögðu línurnar með þessum breyttu reglum hafa teygt sig allt of langt,“ segir Guðrún við Morgunblaðið og telur að við séum ekki á réttri leið.
„Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá,“ segir hún.
Í blaðinu er einnig rætt við Auði Björg Jónsdóttur, formann mannanafnanefndar, sem segir að meirihluti umsókna sem berast nefndinni sé samþykktur. Synjanir snúi aðallega að því þegar rótgróin íslensk nöfn eru afbökuð.
Click here to preview your posts with PRO themes ››
Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.


