Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og úrskurðað karlmann sem grunaður er um kynferðisbrot gegn tíu ára dreng á heimili hans í Hafnarfirði í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Vísir greindi frá þessu í gærkvöldi.
Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn, Helgi Bjartur Þorvarðarson, er sakaður um að hafa farið inn á heimili drengsins aðfaranótt sunnudagsins 14. september síðastliðinn.
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í málinu lauk í síðustu viku og gaf héraðssaksóknari út ákæru strax og krafðist gæsluvarðhalds yfir Helga. Því hafnaði Héraðsdómur Reykjaness en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem hefur nú snúið niðurstöðunni við.
Sjá einnig: Hafnarfjarðarmálið: Helgi keypti þjónustu vændiskonu sama kvöld – Síminn hans hefur ekki fundist
Sjá einnig: Hafnarfjarðarmálið: Helgi lýsir yfir sakleysi – „Þetta er martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“

