søndag, august 31, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Jamie Davis Smith þykir fátt skemmtilegra en að ferðast og á ævi sinni hefur hún komið yfir 90 landa í öllum heimsálfum. Á ferðalögum sínum hefur hún séð marga af fallegustu stöðum jarðar en þrátt fyrir það er aðeins eitt land sem hún getur hugsað sér að heimsækja aftur og aftur, það er Ísland.

Jamie er pistlahöfundur hjá Business Insider og í grein seim birtist á dögunum fer hún yfir ástæður þess að Ísland er í svona miklu uppáhaldi.

Jamie er búsett í Bandaríkjunum og segir hún í pistli sínum að henni dugi yfirleitt að heimsækja einn stað og sjá hann aldrei aftur. „Af hverju að sjá hringleikahúsið í Róm þegar ég hef hvorki séð pýramídana miklu eða Suðurskautslandið,“ segir hún.

Komið þrisvar og ætlar aftur

„En það er eitt land sem dregur mig alltaf aftur til sín: Ísland. Ég hef heimsótt það þrisvar og ætla mér pottþétt að snúa aftur,“ segir hún.

Jamie segir að hana hafi alltaf langað til að heimsækja Ísland en aldrei sett það í forgang, ekki fyrr en góð vinkona hennar sannfærði hana um að taka skrefið. Vinkona hennar sá um skipulagningu og lagði upp með að skoða helstu náttúruperlur landsins.

„Um leið og ég lenti fann ég að heillaðist af landinu. Fyrsti viðkomustaðurinn var Reykjavík, nyrsta höfuðborg heims. Í hjarta gamla bæjarins er stór gata máluð í litum regnbogans – fallegt og ótvírætt tákn um allir séu velkomnir á Íslandi. Það veitti mér mikla gleði,“ segir hún og vísar í Skólavörðustíginn.

„Gamli bærinn er fullur af sérkennilegum söfnum, þar á meðal typpasafni og pönkrokksafni í yfirgefnu neðanjarðarklósetti.“

Hún nefnir svo fleiri skemmtilega staði í borginni og segir að það hafi komið henni á óvart að sjá hversu mikið var hægt að gera í Reykjavík, tiltölulega lítilli borg á heimsmælikvarða.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Talar fallega um fólkið

Jamie fór síðan út fyrir borgarmörkin og sá alla þessa helstu ferðamannastaði. Hún var sérstaklega ánægð með matinn á ferðalagi sínu um landið og hrósar sérstaklega bakaríunum sem hún segir að séu betri en í sjálfri París.

„Fólkið sem ég hitti á Íslandi — landinu sem talið er friðsælasta land heims — var líka ótrúlega indælt. Það virtist líka stolt af því að sýna landið sitt. Einu sinni, þegar ég stóð á þaki veitingahúss, spurði einhver vin minn og mig hvort við værum ferðamenn. Ég stirðnaði og velti fyrir mér hvað væri í vændum. En þegar við játuðum, leiddu þau okkur einfaldlega upp á hærra þak þar sem útsýnið var enn fallegra,“ segir hún og bætir við að henni hafi liðið eins og Ísland væri heimili sitt. „Ég elskaði ævintýrin, matinn og fólkið. Ég vildi ekki fara. Ég hef heimsótt Ísland tvívegis síðan – og ætla mér að koma aftur,“ segir hún.

Hún segir að einhvern tímann hefði henni þótt það óhugsandi að heimsækja Ísland aftur og aftur þar sem heimurinn er svo stór. „En þegar ég kom aftur heim til Washington fann ég hvernig sál mín þráði Ísland. Ég saknaði víðáttunnar, kyrrðarinnar og opna landslagsins sem er svo gjörólíkt því sem ég á að venjast í mínu daglega lífi í stórri og annasamri borg.“

Jamie hefur einnig heimsótt Ísland að vetri til og mælir hún með því fyrir ferðamenn að gera það sama. „Ísland leit allt öðruvísi út þakið snjó og mér tókst að sjá norðurljósin […] Fyrir mér var þetta enn ein sönnunin á því að á Íslandi er alltaf eitthvað nýtt að uppgötva – og ég er þegar byrjuð að skipuleggja næstu ferð. Næst vil ég sjá eldgos.“

Populære artikler