onsdag, januar 21, 2026

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Karlmaður sakaður um svívirðileg kynferðisbrot gegn sex ára barni og eiginkonu sinni – Dreifði myndum af ofbeldinu

Í gær var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur manni fyrir sérstaklega óhugnanleg kynferðisbrot gegn annars vegar sex ára barni og hins vegar gegn eiginkonu sinni.

Í fyrsta ákærulið er maðurinn sakaður um að hafa á árinu 2025, í svefnherbergi á heimili sínu, án samþykkis og með ólögmætri nauðung, haft önnur kynferðismörk en samræði við sex ára stúlku sem var gestkomandi á heimili hans. Segir í ákærunni að ákærði hafi notfært sér að barnið var sofandi og gat hvorki spornað við verknaðinum né skilið þýðingu hans vegna aldurs síns. Segir að ákærði hafi lagst við hliðina á stúlkunni og strokið hönd sinni um læri hennar, sett hönd hennar á getnaðarlim hans og lagt liminn við andlit, rass og kynfærasvæði stúlkunnar og fróað sér á sama tíma.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Hann er jafnframt sakaður um að hafa ljósmyndað barnið á kynferðislegan og klámfenginn hátt og birt 45 ljósmyndir á veraldarvefnum sem sýndu kynferðislega misnotkun á barninu.

Sagður hafa nauðgað eiginkonu sinni í svefni

Í þriðja lagi er maðurinn sakaður um að hafa nauðgað eiginkonu sinni í svefni í sex til átta skipti á tímabilinu 2020 til 2024. Hann er síðan í fjórða lagi sakaður um að hafa ljósmyndað nauðganirnar og birt þannig klámfengið efni af konunni á veraldarvefnum.

Eiginkonan gerir kröfu um miskabætur að fjárhæð fimm milljónir króna. Fyrir hönd barnsins sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað er gerð krafa um miskabætur að sömu fjárhæð.

Sem fyrr segir var málið þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Þinghöld í málinu eru fyrir luktum dyrum.

Populære artikler