onsdag, januar 21, 2026

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Kona ákærð fyrir hættulega líkamsárás inni á Exit

Héraðssaksóknari hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þann 3. desember árið 2023, inni á skemmtistaðnum Exit, Austurstræti 3, Reykjavík.

Konan er sökuð um að hafa kastað glerflösku í andlit karlmanns með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á enni sem þurfti að sauma.

Brotaþoli krefst 1 milljónar króna í miskabætur.

Aðalmeðferð í málinu verður við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 22. janúar næstkomandi.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Populære artikler