Eigendur tveggja nikótínvöruverslana voru nýlega sektaðir fyrir að auglýsa neyslu og meðferð á nikótínvörum og fyrir að auglýsa vörumerki fyrir slíkar vörur. Tveir söluaðilar hlutu 400 þúsund króna sekt hvor fyrir slíkt. Neytendastofa kvað upp úrskurð um þetta. Í tilkynningu með úrskurðinum segir meðal annars:
Í ákvörðunum stofnunarinnar er um það fjallað að óheimilt sé að auglýsa vörurnar þ.m.t. á samfélagsmiðlum. Túlka ber hugtakið auglýsing rúmt og falla því þar undir allar myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur. Þetta á við óháð því hvort fyrirtækið hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna eða ekki.
Stofnunin lagði jafnframt áherslu á að lýsingar á vörunum í vefverslunum megi ekki ganga lengra en að lýsa þeim með hlutlausum hætti. Þannig teljist það brjóta gegn auglýsingabanni að birta t.d. ítarlegar lýsingar á bragði og upplifun.
Þá er það mat stofnunin að auglýsingar utan á verslunum væru óheimilar, hvort sem um er að ræða ákveðnar vörur, vörumerki eða almenna tilvísun til vöruúrvals seljanda. Að sama skapi mega vörumerki fyrirtækja ekki fela í sér auglýsingu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Taldi stofnunin tilefni til að beita stjórnvaldssektum í málunum þar sem um skýrt bann við auglýsingum á nikótínvörum og rafrettum er í lögum.
Túnfiskdósir í stað nikótíndósa
Í úrskurði Neytendastofu varðandi King Kong ehf., sem rekur margar nikótínvöruverslanir, segir að fyrirtækið megi ekki nota undirtitilinn „Vape Shop“ og auglýsingin „10 dósir að eigin vali á 6.500“ er úrskurðuð ólögleg.
Click here to preview your posts with PRO themes ››
Svo virðist sem King Kong hafi brugðist við úrskurðinum með óvenjulegum hætti því á Facebook mátti sjá eftirfarandi auglýsingu í gær:
Eigandi King Kong, Jón Þór Ágústsson, vildi ekki tjá sig um málið er DV hafði samband við hann.