fredag, januar 30, 2026

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Olís hótar að draga nýja bílaþvottastöð fyrir dóm – „Við ætlum ekki að gefa eftir“

Þrír ungir menn hafa nýlega stofna bílaþvottastöð undir heitinu Glansportið. Þetta nýja fyrirtæki fékk skráða kennitölu fyrr í mánuðinum og ungu mennirnir eru farnir að þvo skítuga bíla á höfuðborgarsvæðinu í gríð og erg.

Nýlega fékk framkvæmdastjóri Glansportsins, Stefán Geir Geirsson, bréf frá lögmannastofunni LEX fyrir hönd Olís ehf. Þar er sett fram sú krafa að Glansportið láti af notkun á auðkenninu GLANS í tengslum við bón og þrif á bílum. Í bréfinu er bent á að Olís reki bílaþvottastöðvar undir vörumerkinu GLANS og notkun á orðinu „glans“ í tengslum við bílaþrif brjóti gegn vörumerkjarétti Olís enda er vörumerkið GLANS skráð í eigu Olís.

„Í þeim vörumerkjarétti sem umbjóðandi okkar nýtur felst að öðrum er óheimilt að nota í atvinnustarfsemi tákn sem eru eins eða lík vörumerki félagsins ef notkunin tekur til eins eða svipaðrar þjónustu og ef hætt er við ruglingi,“ segir í bréfinu.

Olís hótar að draga nýja bílaþvottastöð fyrir dóm – „Við ætlum ekki að gefa eftir“

Ljóst er að Olís ætlar að beita fullri hörku ef Glansportsmenn láta ekki af þessari orðnotkun. Í bréfinu segir:

„Í ljósi framangreinds er hér með skorað á Glansportið ehf. að tafarlaust verði látið af notkun auðkennisins GLANS í tengslum við starfsemi bón- og bílaþvottastöðva, eða í tengslum við aðra starfsemi sem tengist starfsemi umbjóðanda okkar.

Þess er krafist að skrifleg staðfesting þess efnis að orðið verði við kröfum umbjóðanda okkar verði send undirritaðri innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs. Að öðrum kosti mun umbjóðandi okkar leita réttar síns hjá viðeigandi stjórnvöldum, sýslumanni og/eða dómstólum. Umbjóðandi okkar áskilur sér allan rétt í því sambandi, þar á meðal að krefja Glansportið ehf. um útlagðan kostnað sem og skaðabætur.“

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Glan en ekki glans

Þeir félagar í Glansportinu segja það hins vegar vera glan-sport en ekki glans-port. Fyrri hluti heitisins sé kominn úr forn-írsku, þ.e. gelísku, „glan“ og þýði einfaldlega „hreint“. Þeir félagar séu því saklausir af þeirri ásökun að nota vörumerkið GLANS í kynningu á starfseminni,

Einn þremenninganna, Aron Rafn, segir þá ekki ætla að verða við kröfu Olís. „Við ætlum ekki að gefa eftir. Við ætlum bara að reyna að halda þessu svona og gera þá smá vandræðalega yfir því að hafa sent þetta til að byrja með,“ segir hann í samtali við DV.

Í kröfu sinni styðst Olís hins vegar við fjórðu grein laga um vörumerki, fyrstu málsgrein: „Eigandi vörumerkis öðlast einkarétt á notkun þess samkvæmt ákvæðum laga þessara. Í því felst réttur hans til að banna þriðja aðila að nota í atvinnustarfsemi og í tengslum við vörur og þjónustu, án leyfis, tákn sem er: 1. eins og vörumerkið og er notað fyrir sömu vörur og þjónustu…“

Populære artikler