tirsdag, december 2, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Opnaði Instagram-síðu með nektarmyndum af fyrrverandi kærustu sinni – Sagðist vera að halda myndlistarsýningu

Maður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot og stórfelldar ærumeiðingar fyrir að hóta fyrrverandi kærustu sinni dreifingu á viðkvæmum myndum af henni og síðan fyrir að hafa birt slíkt efni fyrir almannasjónum í stórum stíl.

Brotin voru framin á árunum 2020 og 2021. Í einum hótunarpósti sínum til konunnar, þar sem hann hótaði að birta af henni efni, skrifaði maðurinn:

Just letting you know that I have so much material. Hours on hours of our conversation. I will make something out of it, I think you will like it. An art installation.

Hótaði hann þarna að útbúa listsýningu úr nektarmyndum af konunni, nokkuð sem hann gerði síðar. Í öðrum hótunarpósti skrifaði hann:

Hæ. Just letting you know that the photos will go public. By ignoring you are conforming that everything about you is and was a lie. Good luck in tier4.

Birti myndir af henni fáklæddri í fjöru

Seint í febrúar árið opnaði maðurinn síðan Instagram-reikning þar sem hann birti fjölmargar myndir af konunni fáklæddri. Meðal annars voru þar myndir af henni í fjöru, berri að neðan. Stóðu þessar ofsóknir yfir í febrúar og mars árið 2021. Í ákærunni eru tilgreind alls 11 atvik af þessu tagi.

Einnig er maðurinn ákærður fyrir að dreift tengli inn á Google myndsafn sitt inn á Instagram-reikninga og birt þannig 17 nektarmyndir af konunni, sem héraðssaksóknari segir að hafi verið til þess fallnar að særa blygðunarsemi hennar, smána hana og móðga. Þar af voru 11 myndir þar sem konan stendur nakin í vatni og 6 myndir þar sem hún liggur nakin á maganum í rúmi. Tengillinn var virkur í nokkra mánuði vorið 2021.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Ennfremur er maðurinn sakaður um að hafa birt 21 nektarmynd af konunni á ótilgreindu vefsvæði.

Sendi bréf á helstu fjölmiðla Bretlands

Maðurinn er ennfremur sakaður um að hafa í mars árið 2021 send tölvupóst á vinkonu kærustunnar fyrrverandi, sem stílaður var á helstu fjölmiðla Bretlands. Þar koma fram viðkvæmar upplýsingar um konuna og foreldra hennar, auk þess sem vísað er á Instagram-reikning með nektarmyndum af henni.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Brotaþoli krefst 7 milljóna króna í miskabætur.

Aðalmeðferð í málinu var þann 18. nóvember síðastliðinn við Héraðsdóm Reykjavíkur. Réttarhöldin voru lokuð. Dómur yfir manninum verður kveðinn upp fyrir jól. Hann er meðal annars sakaður um brot á 199. gr. a-lið almennra hegningarlaga, en þar segir:

„Hver sem útbýr, aflar sér eða öðrum, dreifir eða birtir myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi annars manns án hans samþykkis skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.“

Populære artikler