Öryggismiðstöð Íslands hefur stefnt heildversluninni Kpa Kitchen Iceland og krefur fyrirtækið um 390.000 krónur.
Krafan er til komin vegna þess að þegar þjónustusamningi Öryggismiðstöðvarinnar við fyrirtækið lauk skilaði Kpa kitchen Iceland ekki leigukerfinu sem sett hafði verið upp í húsnæði fyrirtækisins. Í stefnunni sem birt er í Lögbirtingablaðinu segir:
„Ofangreind dómkrafa er til komin vegna þjónustusamnings um leigubúnað vegna fyrirtækjaöryggis að Einhellu 3C. Þess má geta að við lok samningssambandsins bar stefnda að skila leigukerfinu sem er eign stefnanda. Leigukerfi stefnanda hefur ekki verið skilað af hálfu stefnda og stefnanda hefur ekki tekist að taka niður búnaðinn, líkt og nánar er lýst í framlögðum reikningum. Þá er Kristoffer P. Andersen stefnt fyrir hönd félagsins sem stjórnarmanni þess.“
Ekki hefur tekist að birta Kpa kitchen Iceland stefnuna og er hún því birt í Lögbirtingablaðinu. Í stefnunni er að finna eftirfarandi áskorun og viðvörun:
Click here to preview your posts with PRO themes ››
„Hér með er skorað á Kpa kitchen Iceland ehf., kt. 570423-3980, Skipalóni 4, Hafnarfirði að greiða stefnukröfurnar nú þegar til umboðsmanns stefnanda eða koma ella fyrir dóm þegar málið verður þingfest í héraðsdómi, sem er Héraðsdómur Reykjaness, á dómþingi sem haldið verður í dómsal 1, Fjarðargötu 9, Hafnarfirði, þann 25. febrúar 2026, kl. 9.00 og svara þar til sakar og leggja fram gögn.
Verði ekki sótt þing af hálfu stefnda og/eða fyrirsvarsmanna stefnda við þingfestingu og fyrirtöku málsins geta þeir átt von á að stefnukröfurnar verði gerðar aðfararhæfar gagnvart stefnda með áritun eða dómi.“


