Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás.
Miðað við lýsingar í ákæru sauð upp úr á bensínstöð N1 í Reykjavík þann 14. febrúar 2024. Ákærði í málinu veittist með ofbeldi að öðrum manni innandyra á bensínstöðinni og sló hann ítrekað með krepptum hnefa í andlit og höfuð.
Afleiðingar árásarinnar voru þær að fórnarlambið hlaut brot á kinnbeini og mar og bólgu á kjálka.
Árásarmaðurinn játaði sök fyrir dómi en hann á nokkurn sakaferil að baki.
Lögmaður þess sem fyrir árásinni varð gerði þá kröfu að árásarmanninum yrði gert að greiða fórnarlambinu rúmar fimm milljónir króna í bætur. Dómari mat það hins vegar svo að 808.191 króna í skaða- og miskabætur væru hæfilegar bætur.
Þá var honum gert að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað, laun skipaðs verjanda síns, 550 þúsund krónur og 55 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Samtals var hann því dæmdur til að greiða rúmar 1.760 þúsund krónur vegna árásarinnar.
Click here to preview your posts with PRO themes ››
Fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til þriggja ára.