torsdag, november 13, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Sauð upp úr í Yrsufelli – Sló mann með mótorhjólakeðju

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa veist að manni í íbúð í Yrsufelli í Reykjavík og slegið hann í höfuðið með mótorhjólakeðju. Hlaut brotaþoli, sem er um fertugt, 5 cm langan skurð á hvirfli og vægan heilahristing, auk þess mar, bólgu og rispu á hægri handlegg.

Atvikið átti sér stað 11. febrúar árið 2024.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 14. nóvember næstkomandi.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Populære artikler