onsdag, januar 28, 2026

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Segir íslensk yfirvöld hafa tekið að sér hlutverk skúrksins í máli rússnesku tvíburanna – „Er þetta það sem við viljum“

Valur Gunnarsson, rithöfundur og sérfræðingur í sögu Rússlands, segir að það hefði ekki kostað Ísland mikið að skrifa fallegan endi á hrakningasögu rússneskrar fjölskyldu. Íslensk yfirvöld hafi hins vegar valið hlutverk skúrksins í málinu.

Vísir greindi frá því á sunnudag að rússneski andófsmaðurinn Gadzhi Gadzhiev væri fastur inni í lokaðri móttökustöð fyrir hælisleitendur í Króatíu. Tekur hann þátt í hungurverkfalli þar. Eiginkona hans, Mariiam Taimova, er ein með börn þeirra þrjú. Íslensk yfirvöld ákváðu síðasta haust að vísa fjölskyldunni frá Íslandi, rétt eftir fæðingu tvíburasona hjónanna. Vakti ákvörðunin gagnrýni.

Hjónin eru upphaflega frá Rússlandi en þar var Gadzhi Gadzhiev hnepptur í fangelsi fyrir að gagnrýna stjórnarfar í landinu og sætti hann illri meðferð í fangelsi. Í frétt Vísis segir: „Hann var í fimm ár í síberísku fangelsi og eftir að hafa lokið fangelsisvistinni komst hann úr landi með því að taka upp eftirnafn móður sinnar, fá nýtt vegabréf og flaug ásamt Mariiam og syni þeirra til Tyrklands.

Til að komast til Íslands, þar sem móðir hans og systkini höfðu þegar fengið alþjóðlega vernd, fór fjölskyldan í gegnum Króatíu. Tveimur dögum síðar flugu þau frá Búdapest til Íslands og sóttu um dvalarleyfi. Hins vegar vísuðu íslensk stjórnvöld í Dyflinnarreglugerðina, sem segir að fyrsta Schengen-landið sem hælisleitendur fara til beri meginábyrgð á meðferð umsókna um alþjóðlega vernd, og sendu fjölskylduna aftur til Króatíu.“

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Saga sem hefði getað endað vel

Valur segir á Facebook-síðu sinni að hrakningasaga fjölskyldunnar hefði átt að enda á Íslandi, það hefði átt að vera hamingjusamlegur endir, en íslensk yfirvöld voru á öðru máli. Hann segir í Facebook-færslu:

„Gadzhi Gadzhiev eyddi fimm árum í fangelsi í Síberíu fyrir að mótmæla morðóðum stjórnvöldum í Moskvu. Þegar hann kom út tókst honum að fara til Tyrklands á nýjum skilríkíkjum ásamt konu og barni. Þaðan fóru þau í gegnum Króatíu til Íslands, þar sem systini hans og móðir biðu og höfðu þegar fengið vernd. Ofan á allt fæddust hjónunum tvíburar. Hér hefði átt að vera hamingjusami endirinn á sögunni. En nei.

Íslensk yfirvöld ákváðu nú að taka skúrkshlutverkið að sér. Fjölskyldan var rekin úr landi, þar á meðal tvíburarnir nýfæddir á Íslandi. Faðirinn er nú í hungurverkfalli á flóttamannamiðstöð í Króatíu. Ekki er alveg víst hvar móðirin er, en tvíburarnir eru enn vegabréfslausir og því í réttindarlegu limbó. Einhvern veginn finnst manni eins og það hefði ekki kostað Ísland svo ýkja mikið að vera góðu gæjarnir í sögu þessari. Er það þetta sem við viljum?“

Populære artikler