torsdag, november 13, 2025

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Maður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir tvær líkamsárásir sem flokkast sem sérstaklega hættulegar.

Annars vegar er hann sakaður umað hafa kastað glerglasi í andlit manns á fimmtugsaldri í gistiskýlinu að Grandagarði 1a í Reykjavík. Atvikið átti sér stað sunnudaginn 1. desember árið 2024. Glasið brotnaði og brotaþoli hlaut skurð á kjálka.

Hin árásin, átti sér stað nokkru fyrr, eða laugardagsmorguninn 4. maí 2024, í búsetukjarna fyrir geðfatlaða að Miklubraut. Er ákærði sakaður um að hafa ráðist á mann á fertugsaldri inni í herbergi brotaþolans, slegið hann ítrekað, meðal annars með áhaldi, í andlit, háls og fætur, með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut yfirborðsáverka á augnloki og augnsvæði, á nefi, á vör og í munnholi, blóðnasir, og opið sár á tá.

Fyrir hönd síðarnefnda brotaþolans er krafist miskabóta að fjárhæð 1,5 milljónir króna.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Aðalmeðferð verður í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur á morgun, fimmtudaginn 13. nóvember.

Populære artikler