onsdag, januar 28, 2026

Top 5 i denne uge

Relaterede indlæg

Sextugir menn í vanda eftir að leitað var í Peugot-bíl þeirra

Sextugur Frakki, Brasilíumaður á þrítugsaldri og sextugur Spánverji hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Þeir eru í ákæru héraðssaksóknara sagðir hafa staðið saman að innflutningi á 9.000 ml af kókaínbasa með 46-47% styrkleika. Efnin voru falin í tveimur rauðvínskössum sem fluttir voru í bíl af gerðinni Peugot 3008, en Frakkinn kom með bílinn til Seyðisfjarðar þann 12. nóvember 2025, sem farþegi með Norrænu, frá Hirtshals í Danmörku, með viðkomu í Þórshöfn í Færeyjum.

Lögreglan lagði hald á efnin eftir komu Frakkans hingað til lands og skipti úr fyrir gerviefni áður en bíllinn var afhentur Frakkanum. Sama dag afhenti Frakkinn Brasilíumanninum gerviefnin skammt frá Eyja hóteli við Brautarholt 10 í Reykjavík, í því skyni  að láta vinna efnin frekar, en meðákærði frá Spáni sótti Brasilíumanninn á bíl. Voru þeir handteknir stuttu síðar.

Click here to preview your posts with PRO themes ››

Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mennirnir mega búast við þungum dómum, nokkurra ára fangelsi, enda um mikið magn ólöglegra fíkniefna að ræða.

Populære artikler